Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 12

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 12
HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR 12 um mexíkóska menningu sem fest hafa í sessi sem einkennandi fyrir land og þjóð, s.s. barðastóra hatta, tignarleg yfirvaraskegg, hvítklædda frum- byggja og dapur lega þjóðsöngva. Sunnar í álfunni voru nokkuð aðrar leiðir farnar, en vinsældir drama- tískra söngvamynda voru almennar. Argentínsk kvikmyndagerð var frá upphafi nátengdari þeirri evrópsku en sú mexíkóska sem var í nánari tengslum við það sem efst var á baugi í Bandaríkjunum. Árið 1939 voru 50 kvikmyndir framleiddar í Argentínu en 39 í Mexíkó. Árið 1950 hafði dæmið hins vegar snúist við og í Mexíkó voru framleiddar 125 myndir en einungis milli 60 og 70 í Argentínu. Á sama tíma steig brasilísk kvik- myndagerð sín fyrstu skref og þar gerðu kvikmyndagerðarmenn allt frá upphafi tilraunir til að skapa sér sérstæði og sérstöðu. Þar varð til afbrigði bandarísku og mexíkósku söngvamyndanna sem kallað hefur verið chanchadas-myndir og lögðu áherslu á friðsamlega sambúð fólks af ólíkum uppruna.13 Á áratugunum eftir síðari heimsstyrjöld festi kvikmyndagerð sig loks í sessi í Rómönsku Ameríku. Hún öðlaðist viðurkenningu sem sérstætt listform og unnið var markvisst að því að kvikmyndin gegndi ekki einungis skemmtanahlutverki heldur hefði eigin rödd sem tjáningarmiðill og væri meðtekin sem sjálfstætt og margþætt listaverk. Samhliða þessari hugmynda- og undirbúningsvinnu kom sjónvarpið til sögunnar og fram- leiðendur, kvikmyndaver og jafnvel sjónvarpsstöðvarnar komust í hendur erlendra fjárfesta sem sáu ný tækifæri í þessari nýju tækni. Eftir 1950, þegar kvikmyndagerð í Rómönsku Ameríku hafði loks skotið rótum og fest sig í sessi sem atvinnugrein, tjáningarmiðill og listform, reyndist erfitt að standast alþjóðlegan samanburð, móta sérstöðu og útvega nægilegt fjármagn til að geta haldið í við þróun kvikmyndagerðar á heimsvísu. Því urðu fyrirmyndir frá fyrri tímum, eins og myndir Sergei Eisenstein, Luis Buñuel frá Spáni eða Marcel Camus frá Frakklandi, ákjósanlegir kostir. Þessir kvikmyndagerðarmenn heimsóttu lönd álfunnar og fluttu með sér ferska strauma og stefnur sem mótuðu umræður og áherslur heimamanna. Segja má að lærisveinar þessara leikstjóra hafi valdið því að kvikmynda- gerðarmenn beindu sjónum inn á við og gerðu alvöru úr því að útfæra enn frekar erlendar hugmyndir og vinnuaðferðir í takt við aðstæður og ástand á hverjum stað. Ástæða er til að fjalla stuttlega um víðtæk áhrif ítalskrar kvikmynda- 13 Lisa Shaw, „The Brazilian Chanchada of the 1950s and Notions of Popular Identity“, Luso-Brazilian Review, 38 (1)/2001, bls. 17–30.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.