Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 12
HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR
12
um mexíkóska menningu sem fest hafa í sessi sem einkennandi fyrir land
og þjóð, s.s. barðastóra hatta, tignarleg yfirvaraskegg, hvítklædda frum-
byggja og dapur lega þjóðsöngva.
Sunnar í álfunni voru nokkuð aðrar leiðir farnar, en vinsældir drama-
tískra söngvamynda voru almennar. Argentínsk kvikmyndagerð var frá
upphafi nátengdari þeirri evrópsku en sú mexíkóska sem var í nánari
tengslum við það sem efst var á baugi í Bandaríkjunum. Árið 1939 voru 50
kvikmyndir framleiddar í Argentínu en 39 í Mexíkó. Árið 1950 hafði
dæmið hins vegar snúist við og í Mexíkó voru framleiddar 125 myndir en
einungis milli 60 og 70 í Argentínu. Á sama tíma steig brasilísk kvik-
myndagerð sín fyrstu skref og þar gerðu kvikmyndagerðarmenn allt frá
upphafi tilraunir til að skapa sér sérstæði og sérstöðu. Þar varð til afbrigði
bandarísku og mexíkósku söngvamyndanna sem kallað hefur verið
chanchadas-myndir og lögðu áherslu á friðsamlega sambúð fólks af ólíkum
uppruna.13 Á áratugunum eftir síðari heimsstyrjöld festi kvikmyndagerð
sig loks í sessi í Rómönsku Ameríku. Hún öðlaðist viðurkenningu sem
sérstætt listform og unnið var markvisst að því að kvikmyndin gegndi ekki
einungis skemmtanahlutverki heldur hefði eigin rödd sem tjáningarmiðill
og væri meðtekin sem sjálfstætt og margþætt listaverk. Samhliða þessari
hugmynda- og undirbúningsvinnu kom sjónvarpið til sögunnar og fram-
leiðendur, kvikmyndaver og jafnvel sjónvarpsstöðvarnar komust í hendur
erlendra fjárfesta sem sáu ný tækifæri í þessari nýju tækni. Eftir 1950,
þegar kvikmyndagerð í Rómönsku Ameríku hafði loks skotið rótum og
fest sig í sessi sem atvinnugrein, tjáningarmiðill og listform, reyndist erfitt
að standast alþjóðlegan samanburð, móta sérstöðu og útvega nægilegt
fjármagn til að geta haldið í við þróun kvikmyndagerðar á heimsvísu. Því
urðu fyrirmyndir frá fyrri tímum, eins og myndir Sergei Eisenstein, Luis
Buñuel frá Spáni eða Marcel Camus frá Frakklandi, ákjósanlegir kostir.
Þessir kvikmyndagerðarmenn heimsóttu lönd álfunnar og fluttu með sér
ferska strauma og stefnur sem mótuðu umræður og áherslur heimamanna.
Segja má að lærisveinar þessara leikstjóra hafi valdið því að kvikmynda-
gerðarmenn beindu sjónum inn á við og gerðu alvöru úr því að útfæra enn
frekar erlendar hugmyndir og vinnuaðferðir í takt við aðstæður og ástand
á hverjum stað.
Ástæða er til að fjalla stuttlega um víðtæk áhrif ítalskrar kvikmynda-
13 Lisa Shaw, „The Brazilian Chanchada of the 1950s and Notions of Popular
Identity“, Luso-Brazilian Review, 38 (1)/2001, bls. 17–30.