Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 83

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Side 83
83 SOR JUANA SVARAR FYRIR SIG þó er rétt og ég neita ekki (fyrir það fyrsta vegna þess að það er alkunna og í öðru lagi, þá hefur Guð gefið mér þá náð að elska sannleikann ofar öllu þótt hann sé mér andsnúinn) er að frá því að kviknaði hjá mér skilningsljósið hefur bókhneigð mín verið svo áköf og öflug að hvorki utanaðkomandi umvandanir – sem hafa verið æði margar – né eigin íhuganir – sem hafa verið ófáar – hafa nægt til að hemja þessa náttúrulegu hvöt sem Guð gaf mér: Hans hátign veit af hverju og til hvers; og hann veit að ég hef beðið hann að slökkva hjá mér skilningsljósið og skilja eftir aðeins nægt vit til að halda lög hans í heiðri, hitt er ofgnótt, segja sumir, í fari konu og til eru þeir sem telja það skaðlegt.62 Svarið er skrifað sem sendibréf þó að það hafi augljóslega verið ætlað til birtingar. Bréfaskriftir sem bókmenntaform voru ekki nýjar af nálinni á 17. öld og rík hefð var fyrir því að konur innan kaþólsku kirkjunnar færu þessa leið til að hafa áhrif og má í því samhengi benda á þýsku nunnuna Hildegard von Bingen.63 Erin A. Sadlack bendir á að Sor Juana gangi inn í bréfaskriftahefð kvenna sem franska skáldkonan Christine de Pizan,64 höfundur Bókarinnar um kvennaborgina, hafði mótandi áhrif á, en Sadlack segir: „Sendibréfsformið gerði fimmtándu- og sextándualdarkonum kleift að setja eigið efni á blað þannig að þær héldu virðingu sinni en fengju samt tækifæri til að taka þátt í opinberu lífi.“65 Bréfsformið hentaði konum vel sem tjáningarform þar sem það er persónulegt og af því að konan sem 62 Sor Juana Inés de la Cruz, The Answer/La respuesta, bls. 46. 63 Hildegard von Bingen (1098–1179) var nunna af Benediktusarreglu sem stofnaði klaustur í Þýskalandi. Hún stóð í miklum bréfaskriftum við áhrifamenn í samtíma sínum. Hún var rithöfundur, tónskáld og læknir. 64 Christine de Pizan fæddist í Feneyjum árið 1364 eða 1365 en ólst upp í Frakklandi og er talin frönsk. Hún skrifaði bókina La Cité des Dames árið 1405. Bókin er byggð á samtali hennar við þrjár táknrænar allegoríur: Skynsemi, Ráðvendni og Réttlæti. Pizan svarar fyrir hönd kvenna ásökunum samtímakarlmanna um skort á hugrekki, gáfum og dyggðum. Í bókinni segir hún sögur nokkurra kvenna í þeim tilgangi að hnekkja þeim ranghugmyndum sem ríkjandi voru um konur. Hún er talin fyrsta konan í Evrópu til að vinna fyrir sér með skapandi skrifum og er for- móðir femínista; Stephanie Evans, „Christine de Pizan y su papel como antecesora de Sor Juana Inés de la Cruz“, Chrestomathy: Annual Review of Undergraduate Research at the College of Charleston, 2/2003, hér af vefslóð www.cofc.edu/chresto- mathy/vol2/evans.pdf. Skoðað 28. febrúar 2009. 65 Erin A. Sadlack, „‘In Writing it may be Spoke’: The Politics of Woman’s Letter- writing, 1377–1603“, Digital Repository at the University of Maryland. Vefslóð: http://hdl.handle.net/1903/2650. Skoðað 28. febrúar 2009.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.