Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 176

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2009, Síða 176
176 auðuR InGvaRSdóTTIR gat fólk undrað sig yfir þessum náttúrufyrirbrigðum, ærin bar kannski í janúar og þar af leiðandi hafði æxlun átt sér stað um sumarið á fjalli og hulduhrútur líklegasti orsakavaldurinn. Sama máli gegndi um það þegar ærin kom heim með nýborið lamb að hausti, þá gat það verið dæmi um undarlegan burðartíma. Ærin gekk hvorki með lambið í tilsettan tíma né var það borið á eðlilegum tíma. Þá er einnig skiljanlegt að orðið væri jafn- framt notað yfir ómarkað fé því að auðvitað hafa lömb borin á fjalli ekki verið mörkuð og menn því talið þau af yfirnáttúrulegu kyni. Það kemur líka skýrt fram í lagagreininni í Grágás að óborið fé hlýtur að hafa þýtt eitt- hvað annað en ómerkt fé því bannað var að eiga „óborið fé“ og jafnframt að láta það „ómerkt ganga“.72 Væntanlega hefði verið óþarfi að tvítaka það í lagatextanum að um ómerkt fé væri að ræða og einfaldlega hefði nægt að segja að bannað væri að eiga ómarkað fé og hafa á því trú. Einhver skilj- anleg skýring hlýtur að hafa verið á trú manna á slíkar skepnur. Samlag við vætti hefur þótt sérstaklega heillavænlegt í heiðnum sið og mikil gæfa að eiga fé af slíkum stofni. Minna má á frásögn í Landnámabók þar sem segir af hafri sem kom til geita Hafur-Bjarnar, greinilega sendur af bergbúa: Bj†rn hafði nær ekki kvikfé; hann dreymði, at bergbúi kæmi at honum ok byði at gera félag við hann, en hann játti. Þá kom hafr til geita hans litlu síðar; því var hann Hafr-Bj†rn kallaðr. Hann gerðisk bæði ríkr ok stórauðigr.73 Í Sturlubók segir: „tímgaðisk þá svá skjótt fé hans, at hann varð skjótt vell- auðigr; síðan var hann Hafr-Bj†rn kallaðr.“74 Hafurinn er greinilega af yfirnáttúrulegum stofni og varð bóndanum til mikillar hagsældar. Þess háttar trú hefur væntanlega þótt fremur ill afspurnar meðal kristinna og þótt ástæða til þess að leggja blátt bann við henni. Sögur um hulduhrúta og kostamikið annarsheimsfé lifðu þrátt fyrir það lengi með þjóðinni. Óborið fé hefur því samskonar uppruna og óborna barnið, þ.e. fé sem hefur fæðst fyrir tilsetta tíð, eftir óeðlilega stutta meðgöngu. Hér blandast þó hugmyndir manna um yfirskilvitlega æxlun inn í og þannig gat ómark- að fé fengið þessa merkingu, því fé sem kom ómarkað af fjalli hafði hugs- anlega orðið til vegna afskipta náttúruvættanna. 72 Grágás, bls. 19. 73 Landnáma, bls. 331. 74 Landnáma, bls. 330.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.