Skagfirðingabók - 01.01.1980, Side 9
FORMÁLSORÐ
Með þriðju hverri Skagfirðingabók fylgir nafna- og ör-
nefnaskrá, er gefur til kynna, að 1.—3., 4.—6., 7.—9. bók o.s.frv.
myndi eins konar bindi í útgáfunni.
Þessi bók, hin 10. í röðinni, er því upphaf nýs þriggja bóka
áfanga, er gefur tilefni til að líta um öxl og gera örstutta grein
fyrir útgáfustarfinu fram til þessa.
I fyrstu var Skagfirðingabók gefin út árlega, en er á leið
þyngdi undir fæti, þar sem allt starf er unnið í hjáverkum, og
það drjúgmikla efni, sem þarf til hverrar bókar, var ekki ætíð
fyrir hendi. Þegar undirritaður kom að útgáfunni, hafði nokkur
dráttur orðið á 6. árgangi og augljóst, að ekki yrði fært að vinna
upp það, sem liðið var, svo heita mætti að ritið kæmi út ár hvert.
Þess vegna var brugðið á það ráð að brúa bilið með því að miða
útgáfuna við annað hvert ár. Síðan hefur Skagfirðingabók verið
skráð þannig, þótt komið hafi út árlega að jafnaði, og hefur nú
ritstjórninni tekizt að leiðrétta þá tímaskekkju, sem orðin var.
Þetta rit er ársett strax á eftir hinu næsta á undan, en ósagt
skal, hvort sá háttur verði á hafður hér eftir, eða látið nægja að
standa við gefin fyrirheit. Þar vegur án efa þyngst, hvernig til
tekst um efnisöflun, en einnig ræður fjárhagur allnokkru um, því
enda þótt prentsmiðjan Oddi veiti sögufélaginu einstök greiðslu-
kjör, verður þó að ná endum saman hverju sinni, svo hægt sé að
halda áfram.
Ö. H.
7