Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 12
SKAG FIRÐINGABÓK
Fljótum 4. september 1841 og dó 28. janúar 1910. Faðir hans
var Guðmundur Einarsson, Guðmundssonar. Var Guðmundur,
faðir Einars, bróðir Baldvins Einarssonar, hins nafnfræga gáfu-
manns og Islandsvinar. Móðir hans var Helga Gunnlaugsdóttir,
Björnssonar ríka á Hofstöðum Illugasonar og Margrétar Gísla-
dóttur Jónssonar biskups Teitssonar. Bjuggu þau Guðmundur
og Helga á Hraunum.
Skömmu eftir að Einar fæddist, dó faðir hans, og var Einar þá
40 daga gamall. Eftir að Guðmundur dó, bjó móðir hans sem
ekkja á Hraunum í ca. 2Vi ár á móti tengdaföður sínum. Þá
giftist hún Sveini Sveinssyni í Haganesi og bjó með honum,
fyrst á Hraunum til 1859 og síðar í Haganesi, þangað til hann
dó 1873.
Hjá móður sinni og stjúpa ólst Einar Baldvin upp, þangað til
hann var 22 ára. Þá giftist hann Kristínu Pálsdóttur, prests og
sálmaskálds á Völlum í Svarfaðardal, árið 1863, og var hún
fyrsta kona hans.
Frá æsku og unglingsárum Einars kann eg lítið að segja. En
eg gjöri ráð fyrir því, að hann hafi á þeim árum vanizt allri
sveitavinnu og sömuleiðis öllum verkum, er heyra til sjómennsku,
bæði þorskveiðum og hákarlaveiðum. Var hann og fram á gamals
aldur ágætur sjómaður, gætinn, en ótrauður, þegar þess þurfti
með. Þegar hann var 15 ára, var honum komið til séra Daníels
Halldórssonar, er þá var prestur í Glæsibæ við Eyjafjörð. Atti
hann að læra undir skóla hjá presti, en hvernig sem á því stóð,
þá hætti hann við skólalærdóminn.*
Frá því að Einar giftist Kristínu, fyrstu konu sinni, bjó hann
óslitið á Hraunum til 1893, en hún dó 1879. Með Kristínu átti
Einar mörg börn, og verður þeirra getið síðar.
Arið 1881 giftist Einar miðkonu sinni, Jóhönnu, dóttur Jóns
prófasts Hallssonar í Glaumbæ. Hún var ágætiskona, uppalin
* Samkvæmt „Lífsferli“ Einars sjálfs, sem er í fórum niðja hans og nær
til 1896, var hann tólf vetra, er hann var sendur til séra Daníels. Þá
var hann mjög frábitinn bóklegu námi.
10