Skagfirðingabók - 01.01.1980, Síða 13
EINAR BALDVIN GUÐMUNDSSON Á HRAUNUM
í sveit og vön allri sveitavinnu og sveitasiðum og háttum. Sýnir
það bezt, hvílík kona hún var, hve ágætlega henni fórst að
stjórna hinu mannmarga heimili á Hraunum og ávinna sér vin-
átm og virðingu allra stjúpbarna sinna, sem voru 8 talsins. Þau
Einar og Jóhanna áttu saman eitt barn, er fæddist andvana. Mið-
konu sína missti Einar 1893.
Arið 1896 giftist Einar þriðju konu sinni, Dagbjörtu Magnús-
dóttur, kaupmanns á Isafirði, Jochumssonar. Þau bjuggu í hús-
mennsku á Hraunum í 4 ár og fluttust síðan til Haganesvíkur, og
þar bjuggu þau þangað til Einar dó 1910. Það sama ár fluttist
hún til Reykjavíkur með 3 börn sín og dó þar árið 1937. Dagbjört
var alin upp á Isafirði hjá föður sínum. Seinna fór hún til Dan-
merkur og var þar í mörg ár. Þegar hún kom hingað til lands
afmr, fór hún að Möðruvöllum í Hörgárdal, og þar giftist hún Ein-
ari. Hún var, eins og hinar fyrri konur Einars, ágætiskona. Stjórn-
aði hún húsi sínu með hinni mestu prýði og var Einari ágæt eig-
inkona. Hún átti við ákaft heilsuleysi að stríða mörg síðustu ár
ævi sinnar. Þau Einar áttu saman 3 börn og verður allra þeirra
getið síðar.
Allar konur Einar vom að mörgu leyti ólíkar, bæði til geðs
og gerðar. En þetta átm þær þó að minnsta kosti allar sameig-
inlegt:
1. Þær voru allar fremur lágar vexti, en fríðar sýnum-
2. Þær voru allar stjórnsamar og ágætar húsmæður.
3- Þær voru allar gjafmildar við fátæklinga og hjálpsamar við
þá, sem bágt áttu.
4. Þær voru allar höfðinglyndar og gestrisnar með afbrigðum.
Ár þau, sem Einar bjó, eða frá 1863 til 1893, voru eðlileg
aðalathafnaár hans, enda má svo segja, að á þeim ámm hafi
hann verið sístarfandi, ekki aðeins sjálfum sér og búi sínu til þarfa
og þrifa, heldur líka sveit sinni til gagns og sóma í hvívetna — og
landinu öllu.
11