Skagfirðingabók - 01.01.1980, Síða 18
SKAGFIRÐINGABÓK
þegar sem allra lægst stóð í vatninu síðara hluta sumars. Lét
Sveinn aka þangað stórgrýti, og ofan á grjótið flytja mold og
annan jarðveg. Myndaðist við þetta dálítill hólmi, er síðan var
nefndur Djúphólmi. Ofurlítið hafði setzt í hólma þennan fyrst,
á meðan hann var óskemmdur; en það stóð ekki lengi, því að
árlega sópaði lagísinn, þegar hann var að reka af vatninu á vor-
in, jarðveginum ofan of stórgrýtinu, svo bert grjótið varð eftir.
Var reynt að bæta úr þessu árlega, en ekkert dugði, lagísinn
eyðilagði það jafnharðan, eða þá rok, sem sópuðust yfir hólmann,
og átu jarðveginn í burtu. Sama aðferð var notuð á annarri eyri
nær mölinni, en það reyndist ekki betur, og nú stendur stórgrýtið
eftir, samkomustaður svartbaka og máva.
Stór hólmi var í Miklavatni, úti undir mölinni, og heitir Stakk-
garðshólmi. Var lón á milli hans og malarinnar, en er nú horfið.
Hólminn var stór, hóll í miðju, en flatir grasivaxnir tangar, bæði
austur úr og vestur úr hólnum, og var allt þetta land grasivaxið.
Þegar varptilraunirnar gengu svona illa í litlu hólmunum, datt
Einari í hug að hæna fuglinn að þessum stóra hólma. Var þetta
nokkurum vandkvæðum bundið, einkum vegna þess, að þá lá
þjóðvegurinn frá Siglufirði til Skagafjarðar eftir Hraunamölinni
og að nokkuru leyti yfir Stakkgarðshólmann sjálfan. Og hafði
svo verið frá ómunatíð. Þó tókst þessi tilraun Einars svo vel,
að þegar hann hætti búskap, var æðarvarpið orðið 25 kg og að
mestu leyti á Stakkgarðshólmanum. Var þá búið að flytja þjóð-
veginn inn fyrir Miklavatn og banna allt ferðalag um Hrauna-
möl á meðan á varpinu stóð.
Yfirleitt lét Einar sér mjög annt um varpið og hirti það sjálf-
ur, með hjálp annarra, á hverju vori, þegar hann annars var heima.
Hann hafði það fyrir reglu að taka aldrei æðaregg, nema fleiri
væru en fjögur í hreiðrinu og skildi þá ætíð eftir fjögur egg. Onn-
ur regla hans var sú, að hann tók ætíð dálítið af dún úr hreiðr-
unum, áður en ungar komu úr eggjunum.
Þegar hann gekk í varpið var hann alltaf að tala við æðar-
fuglinn, og leikur mér mikill grunur á, að æðarfuglinn hafi skil-
16