Skagfirðingabók - 01.01.1980, Síða 20
SKAGFIRÐINGABÓK
smærri, og margar byttur og pramma. Eftir að hann kom frá
Noregi, breytti hann talsvert lagi opinna fiskibáta; þótti það lag
reynast betur en bátalag það, sem áður hafði tíðkazt, og varð al-
gengt, að minnsta kosti við allan Skagafjörð. Vetrarskip sín smíð-
aði hann sjálfur, þegar þess þurfti með; en þau voru stórir opnir
bátar, með ofurlitlu skýli til annars endans. Þurftu bátar þessir
að vera úr góðum við, mjög sterkviðaðir og vandlega smíðaðir.
Þá var Einar yfirsmiður að bryggju, er eitt sinn var smíðuð
á Blönduósi. Stóð sú bygging lengi, og lengur en hann bjóst við,
því að hann sagði mér, að sér hefði ekki líkað bryggjustæðið. En
á Blönduósi er brimasamt og oft úfinn sjór.
Arið 1873—74 byggði Einar stórt og vandað íbúðarhús úr
timbri á Hraunum; það er um 1414 m að lengd og um 7 m
að breidd (utanmál). Það er að mestu byggt úr sænskri furu og
rambyggt í alla staði. Það er einlyft, með háu risi, og upphaf-
lega kjallaralaust og kvistlaust; en seinna lét hann grafa kjallara
undir nokkurn hluta þess, og svo löngu seinna lét hann setja
kvist á það. Urðu báðar þessar breytingar að ýmsu leyti til þæg-
inda, en húsinu sjálfu til hins lakara.
Jón skáld Mýrdal var yfirsmiður að húsi þessu, en auðvitað
hefir Einar verið í og með bæði við smíðið sjálft og allar ráða-
gerðir þar að lútandi.
Þá kom allur viður óunninn frá útlöndum, og varð að hefla
og plægja hverja fjöl; hvern bita þurfti líka að hefla, alla glugga
og allar hurðir þurfti líka að smíða með handavinnu. Stóð því
lengi á smíði hússins.
Lengi vel var loftið ekki skiljað nema að nokkru leyti, og var
það að miklu leyti einn geimur; notaði Einar það loftpláss til að
smíða smáför að vetrinum, byttur og pramma. Seinna var loftið
allt hólfað sundur.
Hús þetta var, að því eg hygg, annað timburhúsið, sem reist var
á bóndabæ í Skagafjarðarsýslu. En fyrsta timburhúsið í sýslunni
mun hafa verið byggt í Ási í Hegranesi, hjá Olafi umboðsmanni
Sigurðssyni, er þar bjó þá.
18