Skagfirðingabók - 01.01.1980, Side 24
SKAGFIRÐINGABÓK
tíma á hverju vori, frá öðrum heimilisverkum. Þannig var og
brædd þorskalifur sú, er til féll, og ekki var notuð til ljósa,
en það var lengi, að steinolía ruddi sér ekki til rúms, sem að-
alljósmeti, og munu víða hafa verið notaðir lýsislampar fram
um 1890, sérstaklega í fjós og frambæ, jafnvel fram undir
aldamót. Þegar búið var að bræða lifrina, var lýsið látið setj-
ast til í stórum stömpum; var síðan hreina lýsinu, sem settist
ofan á sorann, ausið í tómar steinolíutunnur, eða aðrar minni
tunnur og flutt sjóleiðis til Siglufjarðar. En hann var eina
útflutningshöfnin, þegar Hofsósi sleppti.
Auk lifrarinnar, sem flutt var í land á vetrarskipunum, var
einnig flutt í land ákaflega mikið af hákarlinum sjálfum —
bútum, hausum og ströbbum. Var sumt af þessu kæst og etið
í hákarlsstöppu, en sumt var kæst og hert, og ýmist etið heima
eða notað sem verzlunarvara inn um allan Skagafjörð og miklu
víðar. Þá var algengt að koma hestum til göngu inn í Skaga-
fjörð, og var ætíð hagagangan greidd með harðfiski og hertum
hákarli.
Lengi var það svo, að alla þungavöru varð að sækja í Siglu-
fjörð á fiskibátum og flytja þangað aftur vörur bænda úr Fljótum,
en á síðustu tímum Einars á Hraunum sendi Gránufélagið þil-
skúm frá Siglufirði inn á Hraunakrók til að taka lýsi og ull og
þurran saltfisk. Hafði Einar um margra ára skeið keypt blautan
fisk fyrir Gránufélagið á Siglufirði, saltað hann, þvegið og þurrk-
að. Átti Gránufélagið salthús í Hraunakróknum. Mest mun fé-
lagið hafa flutt út frá Hraunakróknum 110—120 skp. af þurr-
um saltfiski á ári. Það þykir ekki mikill afli nú á tímum eftir
alla haustvertíðina, en þess ber þá líka að gæta, að þá var öðru-
vísi ástatt með fiskiveiðar en nú.
Þá voru ekki til í Fljótum nema sexrónir fiskibátar, þegar
bezt lét, og allur fiskur dreginn á færi nálægt landi. Línur eða
lóðir þekkmst varla í Fljómm, nema haukalóðir. I Fljótum er
líka erfitt til fiskifanga á opnum smáróðrarbámm, vegna óveðra,
22