Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 26
SKAGFIRÐINGABÓK
stýrimannaskóla í Haganesi í Fljótum í nokkur ár, þangað til
hann fluttist úr Fljótum austur í Höfðahverfi við Eyjafjörð.* Ut-
skrifaði hann marga menn úr skóla sínum, og urðu þeir síðan
skipstjórar á hákarlaskipum; en áður höfðu allir hákarlaformenn
norðanlands verið ólærðir í sjómannafræði.
Hvalrekar
I sambandi við aflabrögð, má hér minnast á hvalveiðar,
jafnvel þótt þær væri ekki stundaðar í stórum stíl, eða langt á hafi
úti.
Vorið 1882 var hart vor. Veturinn á undan hafði verið harð-
ur. En svo kom ágætiskafli fram yfir miðjan maímánuð; en
síðara hluta þess mánaðar brá aftur til norðanáttar, og um
hvítasunnuleytið gjörði norðanveður mikið með frosti og fjúki,
og fylltist þá allt af ísi norðanlands.
25. maí festust 3 hvalir — allir um fertugir að lengd og all-
ir lifandi — á Hraunafjörum í Fljótum, við svonefnda Brek-
hóla; en hólar þessir eru rétt utan við lendingarstaðinn á Hraun-
um. Þennan dag var þoka og hríðarveður í Fljótum. Um morg-
uninn heyrðust heim að Hraunum, þrátt fyrir veðrið, blástrar
miklir, og var þá brugðið við og farið til sjávar til að vita hverju
þetta gegndi. Var þá einn hvalurinn að byltast í fjöruborðinu,
snarlifandi, en tveir hvalir sátu fastir í lítilli vök skammt undan
landi, og rak þá skömmu seinna upp í fjöruna, lifandi, eins og
þann fyrsta. Var þá strax sent á bæi eftir mönnum og safnaðist
brátt múgur og margmenni á fjöruna, og er ekki að orðlengja
það, en þarna voru allir hvalirnir drepnir. — Var undireins tekið
til skurðar, og skorið látlaust, nótt og dag, til hátíðarinnar. A
hvítasunnudag var ekkert átt við hvalskurð, en þá var glaða-
sólskin og hiti; skemmdist þá nokkuð af megrunni, sem eftir
* Jón bjó í Haganesi 1868—75 (Búendatal).
24
j