Skagfirðingabók - 01.01.1980, Side 28
SKAGFIRÐINGABÓK
Auðvitað töfðu mislingarnir mikið fyrir því að hægt væri að
hagnýta sér hvalina; en mjög lítið mun þó hafa orðið ónýtt af
þessum þremur hvölum. Seinna um sumarið náðust tveir há-
hyrningar frammi í ís og voru rónir upp í Hraunakrók.
Oll þessi hvalahöpp færðu Einari ekki aðeins björg í bú, held-
ur líka fé til starfrækslu búskapnum. Hann mun hafa gefið öllu
heimilisfólkinu á Hraunum einhverja upphæð af hvalverðinu, og
til allra barna sinna borgaði hann strax inn í sparisjóðsbækur
þeirra þó nokkura upphæð; jafnt til þeirra allra, hvers um sig- En
það af hvalverðinu, sem hann sjálfur tók til sín, býst ég við, að
hann hafi lagt í fyrirtæki þau — síldveiðifélag og niðursuðu-
félag — er síðar verður betur minnzt á — og orðið lítið úr.
Noregsför
31. ágúst 1878 veitti þáverandi landshöfðingi, Hilmar
Finsen, Einari ferðastyrk til Noregs að kynna sér þar „bátasmíði
Norðmanna, veiðigögn, aðferð við veiðiskap, hirðingu á afla o. fl.“
— segir í Almanaki Þjóðvinafélagsins 1880.
Um þessa Noregsför sína skrifaði Einar ferðasögu, auk lýs-
ingar á ýmsu, er laut að bátasmíði, fiskiveiðum, fiskiverkun
o. fl. Er ferðasagan, ásamt ýmsum athugunum hans, prentuð í
Andvara, 5. árg. Rvík 1879, bls. 20—97.
Fór hann frá Akureyri um haustið 1878, með fjárkaupaskip-
inu Cumbrae, til Granton á Skotlandi. Þaðan fór hann með
sænsku eimskipi, er Friðþjófur hét, til Gautaborgar og
öðru eimskipi, Oscar Dukson, til Moss í Noregi. Var hann
4 daga á leiðinni frá Islandi til Granton og síðan 4 daga frá
Granton til Gautaborgar. Segir hann fátt af þessu ferðalagi; en
þess getur hann þó, að sér hafi þótt það einkennilegt, að fyrir
far og fæði á Cumbrae, hafi hann þurft að borga 120 kr.
allan tímann, eða 4 dagana, sem hann var á þeirri leið. En á
26