Skagfirðingabók - 01.01.1980, Síða 33
EINAR BALDVIN GUÐMUNDSSON Á HRAUNUM
Hann var bréfhirðingamaður á Hraunum frá því að auka-
póstar fóru að ganga frá Akureyri til Siglufjarðar, árið 1880,
og frá Víðimýri til Siglufjarðar skömmu seinna. Þessum störf-
um gegndi hann með alúð og trúmennsku, fyrst á Hraunum,
og síðar í Haganesvík, þangað til hann dó.
b) SÝSLUNEFND
Fyrst, þegar kosið var í sýslunefnd í Skagafjarðarsýslu, 1874,
var Einar kosinn sýslunefndarmaður fyrir Holtshrepp, og hafði
hann það starf á hendi um 2 kjörtímabil, eða í 12 ár — að
minnsta kosti. Var hann mjög nýtur í því starfi sem annars
staðar. Aðallega mun hann hafa látið sig skipta landbúnað
og samgöngur. T.d. var á sýslufundi 27. maí 1881 samþykkt
uppástunga frá honum um að taka upp hreppsbrennimörk á
sauðfé, og hefir þeirri reglu verið fylgt síðan víðast um land
— eða alls staðar.
Þá var og á sama sýslufundi samþykkt uppástunga um að
stofna eitt allsherjar búnaðarfélag fyrir alla sýsluna, og mun
Einar hafa verið einn aðalflutningsmaður tillögunnar. Um fram-
kvæmdir þess félags er mér ekki fullkunnugt; en þó mun hafa
verið ráðinn búfræðingur — Jósef Björnsson, síðar skólastjóri
á Hólum — til að leiðbeina mönnum um ýmislegt, er að bún-
aði laut. En þetta búnaðarfélag hvarf úr sögunni eftir nokkur
ár og breyttist í hreppabúnaðarfélög.
Þá lét Einar sér mjög hugað um vegi í sýslunni og samgöng-
ur á öllum sviðum og þá ekki sízt brýr. Var hann upphafsmað-
ur að því, að sýslunefndin stofnaði svonefndan brúasjóð fyrir
sýsluna 1874. Skyldi hver framteljandi í sýslunni greiða nokkura
aura í sjóðinn, eftir framtali sínu. Safnaðist brátt í sjóð þenna, og
var þá farið að brúa vatnsföll í Skagafirði, og úr því rak hver
brúin aðra. Smíðaði Einar margar þeirra með sperrubyggingar-
Iagi sínu, og þótti það reynast ágætlega. Er það brúarlag hans
31