Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 37
EINAR BALDVIN GUÐMUNDSSON Á HRAUNUM
riðinn fjárkláðamálið á því þingi. 011 þau mál, sem nefnd hafa
verið, máttu teljast stórmál á þeim tíma.
Ræðumaður var Einar ekki mikill á þingi, og bar það helzt til
að hann var málstirður; en allt, sem hann sagði, var gjörhugsað
og skipulega sett fram. Mælgi var honum fjarri og meiningarlaust
blaður. Og þvert á móti sannfæringu sinni talaði hann aldrei,
né heldur greiddi hann atkvæði þvert um hug sinn. En þótt hann
segði af sér þingmennsku, fylgdist hann af heilum hug með öllu,
er gjörðist á sviði stjórnmálanna, allt til dánardægurs.
Að hann sagði af sér þingmennsku, mun hafa komið af ýms-
um ástæðum: Noregsförin stóð fyrir dyrtun, veikindi konu hans,
o. fl. Þá var hann og óánægður með framkomu og skoðanir ýmsra
þingmanna. Allt þetta mun hafa valdið því, að hann hætti að
vera þingmaður. Og enn var eitt: Honum leiddist að sitja inni-
kúldaður á þingmannabekk, um hásumarið.
Arið 1889 fékk Einar verðlaun úr styrktarsjóði Kristjáns kon-
ungs IX, og árið 1892 var hann sæmdur heiðursmerki danne-
brogsmanna.
Ýmislegt
Sparis.jÓður Siglufjarðar var stofnaður 1872, og voru
þeir mágarnir, Einar og Snorri, frumkvöðlar þess; en ýmsir fleiri
voru stofnendur og ábyrgðarmenn hans, t. d. Jóhann Jónsson
hreppstjóri í Höfn í Siglufirði, séra Tómas Björnsson á Barði í
Fljótum, o.fl. Var sjóður þessi lítill í fyrstu, en er nú með stærsm
sparisjóðum landsins.
5. júlí 1880 var stofnaður sameiginlegur sjóður fyrir ekkjur
sjódrukknaðra manna í Siglufirði og Fljótum, að frumkvæði Ein-
ars og Snorra. Starfsemi sjóðsins lagðist niður fjórum árum síðar,
en í nóvember 1888 var hann endurreistur. Arið 1896 ánafnaði
danskur maður, C. V. R. Lotz, 20 þúsund krónum til þess konar
styrktarsjóða hérlendis, og hlaut fyrrgreindur sjóður 5 þúsund
35