Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 43
EINAR BALDVIN GUÐMUNDSSON Á HRAUNUM
Sveitarhöfðingi
Frá því að Einar giftist 1863 og til dauðadags mátti heita
svo, að hann væri sannnefndur sveitarhöfðingi, og það jafnt eftir að
hann var hættur að búa og eftir að hann var hættur að skipta
sér af sveitarmálefnum opinberlega. Vildu flestir sveimngar hans
ráðum hans hlíta í hvívetna; enda var hann hverjum manni ráð-
hollari, ef hann á annað borð réði einhverjum eitthvað.
Hann var prúðmenni í allri framkomu alls staðar og hvernig
sem á stóð, eða það, sem Englendingar kalla „gentleman“, og vom
allir, kunnir jafnt sem ókunnir, sammála um það. Um rausn
hans og höfðingsskap, þegar gesti bar að garði, sem oft var, þar
sem Hraun liggja í þjóðbraut til og frá Siglufirði, þarf ekki að
fjölyrða. Það var þjóðkunnugt.
Maðurinn
Einar var meira en meðalmaður á hæð, en grannvaxinn
og grannholda alla ævi; hann var bláeygur og fremur smáleimr í
andliti; hann var ljóshærður og hærður vel á yngri ámm, en dá-
lítið orðinn sköllóttur á síðustu æviárum sínum. Ennið var hátt
og hofmannavik talsvert stór. Yfirvararskegg lét hann vaxa á
yngri ámm, en safnaði alskeggi síðar. Dálítið var hann orðinn
gráhærður síðast, en þó ekki mikið. Þess er áður getið, að hann
hafi verið liðleikamaður; en þar að auki var hann talinn krafta-
maður.
Einar var skapmikill maður og örlyndur; en hvomtveggja því
stillti hann svo í hóf, að fáir vissu, nema þeir, sem honum vom ná-
komnastir. En ef út af því bar, gat hann orðið beiskyrtur, svo
um munaði, og var þá ekki alsælt að verða fyrir orðum hans; enda
fundu menn þá og líka oftast, að Einar hefði á réttu máli að standa.
41