Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 82
SKAGFIRÐINGABÓK
in undir því afbrigði braghendu sem kallast baksneidd braghenda,
en þá hálfrímar fyrsta lína við seinni línurnar báðar, sem aftur
alríma saman.
Efni rímunnar er sérkennilegt, ef til vill gamalt skemmtiævin-
týri fremur en hugsmíð höfundar. Eftir þrjár inngangsvísur
kemur til sögu grátittlingur „er efstur sat á fuglaþingi“, mjög boru-
brattur og mikið á róli:
I ferðum skjaldan lúrði lengi,
langsamar þó hríðar gengi.
Þessi grátittlingur á sér unga, engu óvaskari:
Unginn hans er allt eins snar að öllu leyti.
Fáir honum meina ég mæti
menn, þó skjótir séu á fæti.
Hefur hann kannað heiminn víða og hallir kónga;
ber hann þaðan býsna þunga.
Burðir eru í tittlingsunga.
Enginn veit hvað á hann margt af eðalsteinum,
bláum, rauðum, gulum, grænum,
og gullhringunum ofurvænum.
Tittlingsungi þessi náði herklæðum úr fornmannahaugum og
rann á hann berserksgangur í bardögum. Eiturormar og drekar
féllu fyrir honum. Jafnvel:
Arar hræðast allir hann og undan flýja.
Lúsífer má þumba og þegja,
þorir ekki neitt að segja.
Samt greinir svo frá í næstu vísu, að Lúsífer skori á tittlings-
ungann í stríð, og sá litli var til í það. Lúsífer kveður nú saman
lið sitt, ára jafnt sem fordæmda menn; þeir verða fyrst beygju-
80