Skagfirðingabók - 01.01.1980, Side 89
SKOPRÍMA GÖMUL
hann heykzt á að setjast fyrir í Rein þá þegar, því hans sést hvergi
getið í kirkjubókum Rípur fyrr en 17Ó91, þá er hann talinn í
Hróarsdal, síðar á Kárastöðum (að því er virðist 1771—76), því
næst í Utanverðunesi. Arið 1781 er hann með fullri vissu kom-
inn að Rein, og þar átti hann heimilisfesti æ síðan. Auðvitað má
vera, að Eyjólfur hafi nytjað Rein framan af, þótt hann byggi
þar ekki. Eitt er víst, að enginn ábúandi situr jörðina sumarið
1777, þegar Olafur Olavius ferðast um Skagafjörð. I riti hans
er hún sögð fara í eyði 1762—63. Aftur á móti telur Olavius
Rein til þeirra eyðibýla sem hæf séu „til endurbyggingar og
ábúðar“.
Arið 1760 var Rein metin 10 hundruð að dýrleika. A uppboði
Hólastólsjarða 1802 höfðu landsetar forkaupsrétt að ábýlisjörðum
sínum, en ekki réð Eyjólfur Pémrsson við að kaupa kotið. Það
var slegið Jónasi Scheving sýslumanni á Víðivöllum. Skömmu
seinna gekk í kaupin Ari fjórðungslæknir á Flugumýri. Hélzt
jörðin í eigu þeirrar fjölskyldu langt fram eftir 19. öld.
Eyjólfur er skráður fyrir búi í Rein til vors 1831. Þá tók við
jörðinni Tómas Guðmundsson frá Vindheimum í Tungusveit,
bræðrungur Þorgríms Tómassonar gullsmiðs á Bessastöðum. Eyj-
ólfi gamla var gert að greiða 9 rd. álag á lítil og aum bæjarhús.
Upp í það gekk kofahró „sunnan fram í bæ“, kistuskrokkur lok-
laus2, fjalir og stoð í hesthúsi og ein hryssa gömul og grá að lit.
Eyjólfur Pétursson var maður tvíkvæntur. Fyrri kona hans hét
Arnbjörg Gunnlaugsdóttir og var frá Hróarsdal í Hegranesi. Hún
mun hafa fæðzt um 1744 og gifzt Eyjólfi ekki síðar en hálf-
þrítug. Þau eignuðust saman sjö börn, svo heimildir greini, en
ekki náðu aldri nema tveir synir og ein dóttir. Arnbjörg dó í Rein
1 Um 1768 fæðist Eyjólfi og konu hans dóttir á Reynistað; vitnar það
eitt með öðru um dvöl hans í Staðarhreppi, áður en hann flyzt í Hegranes.
2 Sennilega er þetta kista sú hin mikla sem löngu áður og þá með loki,
hýsti Sigurð flótta, sbr. Sagnaþætti eftir Gísla Konráðsson, Rvk 1946,
bls. 130.
87