Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 93
SKOPRÍMA GÖMUL
ekki björguðust hjálparlaust. Sigurður hafði búið í Vatnskoti í
Hegranesi 1789—-1801 og farið með hreppstjórn í Rípurhreppi
sjö síðustu ár sín þar. Meðal manna sem hann nafngreinir til
áherzlu skoðun sinni eru þessir úr Rípurhreppi: „Grímur Guð-
mundsson á Kem og Solveig Þorbergsdóttir, hann er so alþekkt-
ur að eigi þarf að lýsa hans ómennsku, hann er þung byrði Ríp-
urhrepp. Eins hefur Eyjúlfur í Rein verið það langvarandi, þó
það hafi verið annarrar tegundar, sosem sterkt drykkjusvall á
fyrri árum og annað ómanneskjulegt því fylgjandi, en nú síðar
ómennska og heilsubrestur fljótandi af því fyrrtalda. . .“
Eyjólfur var orðinn gamall maður þegar bréf þetta er ritað,
nærri hálf áttræður. A hans dögum voru flestir útslitnir löngu
fyrr af þrældómi og skorti. Þess vegna orkar ,sjúkdómsgreining‘
Sigurðar í Krossanesi mikils tvímælis, að brennivínsdrykkja á
fyrri árum Eyjólfs sé orsök í ellilasleika hans. Hvað um það,
seigja hefur verið í karli, því enn lifði hann mörg ár og komst
yfir nírætt. Það verður lesið úr heimildum, að á sjötugsaldri hafi
hann orðið vanfær af heilsuleysi. Nokkru áður en hann hættir
hokri er hann í hreppsfærslum „útlifaður öreigi“ eða „örvasa
öreigi“; og niðursetningur í skoti hjá Tómasi bónda Guðmunds-
syni kallast hann í sömu færslum „hreint örvasa ómagi“, „hart
nær karlægur og kviðslitinn" ómagi og fleira í þeim dúr. Þess-
um dómum ber saman við eigin orð Eyjólfs í bréfi því frá 1830
sem fyrr var um getið. Þar lýsir hann sér sem „hálfvisnum og nær
karlægum manni“, hann sé „örvasi og hreint öreigi, hvað guði
og mönnum er kunnugt"1.
1 Eyjólfur fer mjög skakkt með aldur sinn í bréfi þessu, kveðst vera
níuttu og sex og hálfs árs gamall, en var réttilega tíu árum yngri. Villan
er mjög sennilega misritun skrifarans, því að í öðrum héimildum er
yfirleitt farið rétt með aldur hans, t.d. er hann í hreppsbók þetta sama
ár sagður 86 ára.
91