Skagfirðingabók - 01.01.1980, Síða 95
SKOPRÍMA GÖMUL
Brag, kveðinn á móti Bjálfarímu, 31 vísu. I Bjálfarímu, sem er
mér að öðru leyti ókunn, hefur verið veitzt að Eyjólfi, og bragur-
inn er gagnsókn hans.
Næst skal nefna Ijóðabréfið sem vitnað var til áður1. Það er
alls 24 vísur. Viðtakanda er hvergi getið beinlínis, en af 20. vísu
mætti álykta að hann hafi verið Sigurður hreppstjóri í Vatns-
koti, seinna í Krossanesi. Bréfið hefst á auðmjúkri heilsan, árn-
aðarósk og þökk fyrir „útlát gæða“; að svo mæltu lýsir höfundur
kröppum kjörum sínum og mæðu og beiðist liðveizlu á hreppa-
skilum („yðar skal verða ekkert minna,/aumum þó að bjargið
mér“). Seinni hlutinn er forlátsbón vegna kvabbsins, kveðskap-
arins og skriftarinnar, en niðurlagsvísan flytur velfarnaðaróskir.
I Landsbókasafni eru að minnsta kosti þrjú andleg ljóð frá Eyj-
ólfs hendi. Eitt þeirra, Eftirlœtis ununin, mun hafa orðið þekkt-
ast alls sem hann kvað, svo margar eru uppskriftirnar, úr ýmsum
áttum komnar2. Skaga-Pálmi segir „þessar vísur mönnum alkunn-
ar“. Þær eru kveðnar „eftir stafrofi" höfundar þannig, að fyrstu
upphafsstafir þeirra í réttri röð mynda nafnið Eiulfur Pétursson.
Vísur þessar eru endurtekningasamar, en mjög bljúgar og
kristilegar; eingöngu bænaráköll til Jesú og játningar til hans.
Fyrsta vísan hljóðar svo í sumum uppskriftanna, m.a. í frásögn
Skaga-Pálma:
Eftirlætis ununin
af þér mætust kemur,
hart þó græti hörmungin,
hjartans sæti Jesú minn.
Og 14. vísa, til dæmis að taka:
1 Varðveitt í ÍB. 362, 8vo. Uppskriftin er svo hroðvirknisleg að varla
fæst botn í sumt.
- Um þessar er mér kunnugt: Lbs. í 8vo: 556, 994, 1156, 2878, 2932,
3387, 3436, 3507; ÍB. 107, 8vo; ÍBR. 32 og 132, 8vo; JS. 243, 8vo. í
Héraðsskjalasafni Skagfirðinga er og að finna tvö hdr. ljóðsins. — Ollum
þessum uppskriftum ber margt á milli, eins og gengur.
93