Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 96
SKAGFIRÐINGABÓK
Sífellt þreyi eg sorgbitinn,
samt skal feginn líða.
Nauð þó beygi, náð eg finn
á nótt sem degi, Jesú minn.
Til eru aðrar vísur eftir Eyjólf1, 14 talsins, mjög sviplíkar þess-
um, en daufari, ortar með sömu aðferð undir nafni „Onnu Jóns-
dóttur“ einhverrar, og sálmur, einnig 14 erindi, þar sem eins er
fólgið nafnið „Þuríður Einarsd."2. Hæglega getur verið að óðar-
smiðurinn í Rein hafi ort fleira af sama toga spunnið handa fólki,
ljóð sem hinn trúaði gat helgað sér einn manna, þar sem nafn
hans var læst í erindin. Þetta form hefur vafalítið þótt sáluhjálp-
legt.
Bændavísur voru lengi tízkukveðskapur í sveitum, yfirleitt þurr
og ófrumlegur, en stundum til fróðleiks síðar meir. Einar bænda-
vísur úr Rípurhreppi kvað Eyjólfur Pétursson, það menn viti, og
rétt upp úr 17703. Þær hafa ekki geymzt óskarðaðar. Fyrst fara
tvær vísur um prestshjónin á Ríp, því næst eru taldir tólf búend-
ur í jafnmörgum vísum, og er lítið í þennan kveðskap varið.
Mjög fátt er nú um stökur og kviðlinga eftir Eyjólf í Rein, að
því er bezt verður séð. Skaga-Pálmi tilfærir tvær ákvæðavísur,
eins og tekið var fram, og erindi, lagt í munn huldukonu í frá-
sögn hans, gæti svosem verið eftir Eyjólf. Að þessu slepptu veit
ég ekki um annað og fleira en bögu kveðna í brúðkaupi Magnús-
ar Stephensens og Guðrúnar Vigfúsdóttur Schevings að Víðivöll-
um 1788, þrjár vísur samstæðar, kveðnar 1801 á Lónssandi eftir
hvalskurð, hvort tveggja tekið upp í Sögu frá Skagfirðingum4,
og síðan tvær stökur óársettar. Onnur þeirra varð til á Ríp eftir
1 Lbs. 3507, 8vo.
2 Lbs. 3630, 8vo.
3 Nú í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga, uppskrift Guðmundar Olafssonar
frá Asi í Hegranesi.
4 II, bls. 9 og 25.
94