Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 104
SKAGFIRÐINGABÓK
hlutum. Nauðsynlegt var talið, að hver kirkjusókn ætti kennslu-
tæki, s.s. kúlnagrind, jarðlíkan, veggkort o.fl. Rætt var um bóka-
safn kennara, það skyldi vera „uppeldisfræðilegt bókasafn“ fyrir
sýslubúa. Launamál voru einnig rædd og samþykkt að kenna ekki
fyrir minna en 10 kr. á mánuði auk fæðis og kenna 6 tíma á dag.
Beiðni var send til presta um gott samstarf. Þá hafði nýverið
birzt grein eftir prest í Þjóðólfi og þar farið hörðum orðum um
kennara; þeir sagðir illa menntaðir og siðferðið misgott. Slíkur
áburður styrkti samstöðu kennara.
Þrátt fyrir ákvarðanir félagsmanna hækkuðu launin ekki. A
fundi 1894, úrkula vonar, samþykktu þeir að kenna fyrir ekki
minna en 5 kr. á mánuði, en þá voru þeir farnir að fá opinberan
styrk. Félagið lognaðist út af 1898 (sbr. Kristmundur Bjarnason:
1969, 282-286).
I Akrahreppi var ástandið að öllum líkindum nákvæmlega það
sama og í hreppunum í kring. Þar voru menn, sem höfðu mikinn
áhuga á fræðslumálum, svo sem Jón Espólín á Frostastöðum.
Hann kenndi piltum þar um miðja 19- öld og reyndi árangurs-
laust að fá styrk frá stjórninni til að stofna búnaðarskóla.
Er lögin um uppfræðslu barna í skrift og reikningi voru sett
árið 1880, jókst áhugi á að fræða almenning - þar með taldar
konur, sem áður höfðu ekki verið taldar þurfa á fræðslu að halda.
Sjálfstæðisbaráttan hefur einnig haft sín áhrif á skólamál sem
önnur mál. Kvennaskólar voru tveir í Akrahreppi. Á Hjaltastöð-
um 1877-78, í umsjá Elínar Bríem, og á Flugumýri 1880-82,
undir stjórn húsfreyjunnar þar, Helgu Þorvaldsdóttur. Þessir skól-
ar voru með sama sniði og þeir kvennaskólar, sem áður höfðu
starfað, s. s. kvennaskólinn í Ási í Hegranesi og á Laugalandi í
Eyjafirði.
Við athugun Harboes og Jóns Þorkelssonar hafði komið í ljós,
að þau 15 börn, sem reynd voru í Flugumýrar- og Hofsstaðasókn-
um, voru flestöll læs en þótm fáfróð og óviss í skýringum. Að
Miklabæ, Víðivöllum og Silfrastöðum komu 23 börn, flest læs
102