Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 124
SKAGFIRÐINGABÓK
II
Kennaratal
Anna Benediktsdóttir, f. 1874 á Hálsi í Oxnadal. Hún
var heimilismanneskja hjá frændkonu sinni, Ingibjörgu Andrés-
dóttur á Hellu. Anna sótti um styrk til kennslu, en fékk ekki,
vegna ófullnægjandi vottorðs. Kennari í Akrahreppi 1897-98.
Asgrímur Þorgrímsson, f. 1879 í Hofsstaðaseli. Fór til Vestur-
heims skömmu eftir aldamótin. Kenndi 1900—1901-
Baldvin Bergvinsson, f. 1859 í Sandvík í Bárðardal, d. 1937.
Hann lærði orgelspil hjá Magnúsi Einarssyni á Húsavík 1879.
Nam í skóla Guðmundar Einarssonar á Akureyri 1882-83. Hann
var kennari í nær 50 ár og fór víða. Síðustu æviárin var hann
bæjarpóstur á Sauðárkróki. Rit: Harpa, ljóð 1903, greinar í blöð-
um og tímaritum. Baldvin kenndi í Akrahreppi veturna 1890,
1895—1900 og 1925—26.
Benedikt Hannesson, f. 1862 á Kjarvalsstöðum, d. 1903 í Vest-
urheimi. Benedikt lauk námi úr Hólaskóla 1887. Bóndi í Brekku-
koti ytra. Hann stundaði kenn'-lu á vetrum en landbúnaðarstörf
á sumrum. Hann stofnaði blandaðan kór austan Héraðsvatna, sem
söng nokkrum sinnum opinberlega við góðar undirtektir. Kennari
1893-94.
Bjarni Jóhannesson, f. 1861 á Reykjum í Hjaltadal, d. 1941.
Nam á Möðruvöllum. Kenndi börnum marga vemr í Skagafirði
og Eyjafirði. I Akrahreppi kenndi hann 1902-04.
Björn Jónsson prófastur á Miklabæ, f. 1858 á Broddanesi,
Strand., d. 1924. Hann var snjall mngumálamaður og mikill
122