Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 131
BARNAFRÆÐSLA í AKRAHREPPI
ari í Blönduhlíð 1908-12. Hún starfaði talsvert að félagsmálum.
Rit: I ljósi minninganna; bernsku- og æskuminningar (ártal vant-
ar). Tímaritsgreinar, smásögur o.fl. Var á Hesti í Borgarfirði og
síðan í Reykjavík.
Sigríður Guðbrandsdóttir, f. 1915. Hún kenndi veturinn 1933-
34 fyrir Gísla Gottskálksson, er hann var við nám við kennara-
skólann. Sigríður er búsett í Reykjavík.
Sigrún Daníelsdóttir, f. 1866 á Hofsósi, d. 1940. Hún var
kvennaskólagengin, auk þess sem hún var vel menntuð í söng.
Hún var heimiliskennari ásamt manni sínum á Framnesi og Syðri-
Brekkum veturinn 1893-94. Fóru til Vesturheims aldamótaárið.
Sigurður Heiðberg, f. 1901 á Heiði í Gönguskörðum. Hann
nam við unglingaskólann á Sauðárkróki 1920—21. Búfræðingur
frá Hólum 1923. Kennarapróf 1925. Bjó allmörg ár vestur í
Tálknafirði, en hefur búið í Reykjavík frá 1947. Kennari í Akra-
hreppi 1925-27.
Sigurjón Gíslason, f. 1878 á Krithóli, d. 1956. Bóndi á Syðstu-
Grund 1900-30. Hann var gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla.
Var barnakennari flesta vetur frá 1896-1933. Kennari í Akra-
hreppi 1899—1904 og 1911—17. Sigurjón starfaði töluvert að
félagsmálum. Seinustu árin var hann í Torfgarði- Rit: Stökur í
Skagfirzkum ljóðum.
Skuli Finnbogi Bjarnason, f. 1895 a Þorsteinsstöðum. Bóndi á
Miðgrund og fluttist þaðan norður í Eyjafjörð, og hefur lengstum
átt heima á Akureyri. Kenndi í Akrahreppi 1927—28.
Stefán Vagnsson, f. 1889 í Miðhúsum í Blönduhlíð, d. 1963.
Gagnfræðingur frá Akureyri 1910. Kennari í Akrahreppi 1910-
11, 1917-20, 1924-25 og 1927-28. Hann kenndi sund vorin
9
129