Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 132
SKAGFIRÐINGABÓK
1913—18 í Varmahlíð og á Skagaströnd. Stefán bjó á ýmsum stöð-
um í Blönduhlíð, en fluttist til Sauðárkróks 1944. Hann vann
mikið að allskyns félagsmálum. Mjög vel hagmæltur og skrifaði
mikið. Rit: Ur fórum Stefáns Vagnssonar (1976) og tímaritsgrein-
ar margar.
Sveinn Eiríksson, f. 1856 á Skatastöðum, d. 1939. Hann bjó í
nokkur ár fyrir aldamót, en var lengstum í lausamennsku. Síðusm
árin var hann í Eyhildarholti. Sveinn naut engrar mennmnar, en
var bókhneigður. Hann var kennari í Skagafirði í nær 30 ár. I
Akrahreppi kenndi hann 1901—02 og 1908-09-
Tryggvi Daníelsson, f. 1875 á Seyðisfirði, d. 1899. Hann var
sonur Daníels pósts á Steinsstöðum. Búfræðingur frá Hólum 1895.
Kennari í Akrahreppi 1896-97. Tryggvi drakknaði í Hamarsfirði
eystra á leið úr kaupstað með aðföng í brúðkaup sitt.
Þorsteinn Sigurgeirsson, f. 1880 í Álftagerði, d. 1935. Nam
við Möðruvallaskóla og lauk prófi þaðan síðasta árið, sem skól-
inn var haldinn þar. Fluttist til Reykjavíkur 1907 og var þar til
æviloka. Bróðir Lárusar Sigurgeirssonar, sem getið er hér að fram-
an. Hann kenndi í Akrahreppi 1901-02.
III
Viðborf til skólamála í Akrabreppi
Viðhorf til barnafræðslu í Akrahreppi breyttist hægt -
en þó nokkuð er nær leið aldamóram.
Árið 1898 skrifaði Stefán Jónsson frá Völlum grein í Viljann,
handskrifað blað í Miklabæjarsókn, og telur, að nokkuð hafi áunn-
izt í alþýðufræðslu síðan hann var barn. Kemst hann svo að orði í
grein sinni Skrökvið ekki að börnunum: „ . . . ekki er langt síðan
130