Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 135
BARNAFRÆÐSLA í AKRAHREPPI
slengi ekki saman hljóði þeirra. Svo þegar þau fara að
kveða að orðum, séu þau vanin á að gera það skilmerki-
lega og laust við allt látalæti. (Baldvin Bergvinsson:
1899)-
Baldvin telur gott að venja börn við, að aðrir hlusti á þau lesa
og þá eftir lestrarmerkjum. I reikningi vildi hann nota sýni-
kennslu. Þegar þau ráða við að telja á að kenna þeim að leggja
saman. Þá á að sýna þeim t. d. 2 og 2 völur eða 2 og 2 gler, þá
sjá þau hvað margt það er. A sama hátt á að kenna frádrátt. Bald-
vin telur nauðsyn að sýna aðgát við kennslu í reikningi „. . . sér-
staklega verður að kenna hann varlega sumum stúlkubörnum því
komið hefur fyrir að börn hafa ekki þolað hann (fengið heila-
bólgu)“. Baldvin Bergvinsson: 1899). Baldvin telur, að bezt sé
að kenna börnum að skrifa um leið og þau læra að lesa. Þau
eiga að nota góðan pappír, góðan penna og gott blek, og það þarf
að hafa bjart kringum þau og láta fara vel um þau í sæti. Rétt-
ritun á að kenna jafnóðum og börnin læra að skrifa. Biblíusögur
telur hann, að eigi að kenna á undan kverinu og láta þau ná að-
alefninu og síðan endursegja það (sbr. Baldvin Bergvinsson:
1899).
Upp úr aldamótum fjölgar þeim, sem skrifa um barnafræðslu
í Viljcttm. Arið 1901 kveður Björn Jónsson prófastur á Miklabæ
sér hljóðs. Hann telur það ekki undrunarefni, að bókleg kennsla sé
upp og ofan, þar sem kennslutími á hverjum vetri sé of stuttur.
Hann segir, að sumir geymi að ráða kennara, þar til veturinn áður
en börnin eru fermd. Sumpart valdi efnaleysi og stundum að fólk
telji menntunina hégóma. Bendir hann á, að góð lestrarkunnátta
sé undirstaða alls bóklegs náms. I þessari grein mælir hann með
eftirfarandi kennslubókum öðrum fremur við lestrarkennslu:
Stafrófskver banda börnum eftir Jónas Jónasson, Barnagull eftir
sama höfund. Og Samtíningur banda börnum* Kverið á ekki að
kenna börnum, fyrr en þau hafa þroska til. Hann mælir með
* Kver með þessu nafni hefur ekki fundizt.
133