Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 142
SKAGFIRÐINGABOK
verið notaður, var nú óökufær og voru menn alláhyggjufullir.
Til boða stóð bíll á 10 þús. kr. og honum til viðbótar aukadrif.*
Ef þeir fengju ekki bíl þá yrðu þeir að haga flutningum á börn-
unum öðruvísi, ella mundi kennsla falla niður. Eftir langar um-
ræður og bollaleggingar varð niðurstaðan sú að kaupa bíl til að
halda skólanum gangandi. En skólamálin voru áfram í heldur
slæmu ásigkomulagi.
A hreppsnefndarfundi 26. október 1953 kom fram, að hrepp-
urinn hafði sótt um styrk til byggingar félagsheimilis. Rekstur
skólabílsins var aftur til umræðu. Kom fram á fundinum, að
kostnaður við rekstur hans 1952 var 35.424 kr. Hreppurinn
greiddi bróðurpartinn af því. Heimavistarskóli virtist frambúðar-
lausnin. Þess vegna ákvað hreppsnefndin að sækja um styrk til
byggingar, sem leysti þörfina fyrir félagsheimili. Arið 1954 voru
menn orðnir óánægðir vegna hins geigvænlega skólakostnaðar.
A hreppsnefndarfundi 22. maí það ár tók Gísli Gottskálksson til
máls og sagði akstursfyrirkomulagið alltaf vera dýrt. Það væri
miklu ódýrara að hafa heimavistar- og heimangönguskóla. Séra
Lárus Arnórsson setti fram þá hugmynd að fá hús Lilju Sigurðar-
dóttur í A'garði undir skólahald, en ekkert varð úr því. A þess-
um fundi kom fram, að hreppurinn hafði sótt um styrk til bygg-
ingar fyrir heimavistarskóla og félagsheimili.
Næsta ár var enn talað um byggingu félagsheimilis. Sveitar-
félagið hafði ekki bolmagn til að byggja tvö hús í senn, félags-
heimili og skólahús.
A fundi í hreppsnefndinni 2. maí 1955 kom fram, að skóla-
bíllinn hafði ekkert gengið um veturinn, heldur hafði verið tekið
upp heimangöngufyrirkomulagið, en ekki til frambúðar, þótt
ódýrt væri. Sú stefna var nú ríkjandi meðal ráðamanna, að 2 eða
fleiri hreppsfélög sameinuðust um skólastað. Hlutværk skóla og
félagsheimilis fór alls ekki saman, og því var ekki hægt að sam-
eina það. Hugmynd séra Lárusar á Miklabæ var, að bezt væri að
* Það stykki vantaði einmitt í skólabílinn.
140