Skagfirðingabók - 01.01.1980, Qupperneq 144
SKAGFIRÐINGABÓK
byggja heimavistarskóla í Víkurkoti. Skólabíll væri allt of dýr í
rekstri. Farskólinn, sem var þetta ár, var aSeins bráðabirgðalausn.
Séra Lárus gat ekki ímyndað sér, að yfirvöld vildu fáa skóla og
stóra, þar sem það yrði gjörómögulegt að stjórna slíkum skólum.
Þar kom, að hver höndin var upp á móti annarri. Fór það eftir
því, hvar menn stóðu, hvort þeir voru fylgjendur skóla eða hvort
þeir töldu skólahald hégóma og hálfgerða byrði. Gísli Gottskálks-
son var í broddi fylkingar þeirra skólamanna og vildi láta skóla-
byggingu ganga fyrir, en andófsmenn hans töldu að hægt væri
að nota félagsheimili sem skóla, eða jafnvel fá leigðan einhvern
stað til bráðabirgða. Gísli sagði, að nemendur og kennarar yrðu
fyrir truflunum, og kennarar tylldu illa við skóla, sem jafnframt
væri félagsheimili, og hann sagði ómögulegt að halda samkomur
í skóla þar sem börn væru. Menn töldu það vonlítið að vera að
bollaleggja, hvar skólinn ætti að vera, ef fræðslumálastjóri ætti
framvegis að ráða því, en hann vildi sameina hreppana um einn
skóla. Andstæðingar skólabyggingar sögðu meiri áhuga innan
hreppsins að reisa félagsheimili. Uppástunga kom fram um að fá
inni fyrir börn úr Akrahreppi á Reykjum í Lýtingsstaðahreppi.
Þar var nóg húsrúm, og skilyrði góð að öðru leyti. Þessari tillögu
var illa tekið.
Enn var haldinn fundur um skólamál 17. október 1955. Þar var
rætt um byggingu skólahúss og félagsheimilis af miklum krafti.
Það kom í ljós, að ríkið borgaði 40% af byggingarkostnaði skóla-
heimilis, en hreppsfélög og önnur félög 60%. Skólabygging og
kennaraíbúð þyrfti að vera 200 m2. Kostnaður u. þ. b. 1,7 millj.
Framlag hreppsins yrði 425 þús. Gísli Gottskálksson kvað nefnd,
sem kosin var til að athuga þessi mál, hallast að því að hafa skóla-
húsið hjá Víðivöllum, en félagsheimilið utan og ofan við Mikla-
bæ. Þeir höfðu reynt að fá að sameina félagsheimilið og skóla-
bygginguna, en fræðslumálastjóri neitaði. A þessum fundi kom
greinilega í ljós, að menn voru mjög ósammála um gildi skóla-
húss og félagsheimilis eða hvort ætti að byggja fyrr. Margir töldu,
142