Skagfirðingabók - 01.01.1980, Síða 151
FYRSTA SINN í VESTFLOKKSGÖNGUM
stætt þessu taldi hann og reiknaði. Hann hafði óvenju sterkt
minni, svo talið var, að hann gæti farið orðrétt með heila kafla
úr prédikun eftir að hafa hlustað á hana. Pétur skrifaði fagra rit-
hönd og gegndi opinberum störfum. Hann var í hreppsnefnd
um skeið, deildarstjóri í Lýtingsstaðahreppi í Kaupfélagi Skag-
firðinga, formaður safnaðarstjórnar Mælifellssóknar o. fl. Þá var
hann og gangnastjóri Vestflokks á Eyvindarstaðaheiði í nokkur
/ «
ar .
Ymislegt fleira mætti segja frá Pétri Björnssyni í Teigakoti.
Hann var stundum kallaður Litli-Pétur, til aðgreiningar frá móð-
urbróður sínum, Péri Péturssyni, sem hann ólst upp hjá. Pémr
eldri var nokkuð stór vexti. Þeir frændur voru af Valadals- og
Skeggstaðaætt.
Pétur var vandaður maður til orðs og æðis, nákvæmur og sam-
vizkusamur við allt, sem hann gerði; vildi ekki vamm sitt vita í
neinu. Hann var svo orðvar, að hann blótaði aldrei og tók nærri
sér að hlusta á blótsyrði og klám. Og líka var hann siðavandur.
Einhverju sinni hafði hann karl og konu í kaupavinnu, sem höfðu
vanið sig á að sofa saman, en það kallaði Pétur „dæmalaust óskikk-
elsi“, af því að persónur þessar höfðu ekki gengið í hjónaband.
Eins og áður er sagt, var Pétur deildarstjóri á þeim tíma, þeg-
ar Kaupfélag Skagfirðinga var pöntunarfélag, og naut sín vel
reikningsgáfa hans og nákvæmni í því starfi, svo sem þegar
þurfti að vigta sundur sekkjavöru, og hann kunni á mörgu skil,
vissi hvað margar rúsinur voru í hverju pundi. — Eitt sinn var
það, að Pétur var búinn að vigta sundur úr sekk í marga staði
og varð eitt pund í afgang. Þá varð Pétri að orði: „Hver á nú
þetta pund?“
A gangnasunnudag var lagt af stað að venju. Við Vilhelm
urðum samferða og fórum, sem leið liggur úr Dalsplássi fram
Teiga með Héraðsvötnum, að Teigakoti og hugðum gott til þess
að verða gangnastjóra samferða. Veður var gott, mildur haust-
blær lék um okkur.
Pétur í Teigakoti átti tvo hesta gráa; hét annar Gráskjóni, en
149