Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 153
FYRSTA SINN í VESTFLOKKSGÖNGUM
Þegar komið var í hraungarðana sunnan við Laufaflá, ljóm-
aði dagur í austri og orðið hálfbjart, þegar komið var á Skipta-
bakka.
I fjallskilabók stóð skrifað, að gangnamenn Austflokks og
Vestflokks ættu að vera komnir á Skiptabakka við Jökulmngu-
sporð á mánudagsmorgun, þegar sauðljóst væri. Og á það
skorti ekki í þessum göngum.
Jökulmnga heitir svæði á milli kvísla, sem mynda Jökulsá-
vestari, er koma saman hjá Skiptabakka. Þar skildu leiðir flokk-
anna. Austflokksmenn leituðu svonefnd Hraun, vestan Jökul-
tungu, og síðan fjallgarðinn suður af Mælifellshnjúk, en Vest-
flokksmenn leituðu Jökultungu upp að Hofsjökli og svo vestur
með jökli að Ströngukvísl og höfðu náttstað í Afangaflá, syðst
í Alfgeirstungum. A fjórða degi komu þeir svo ofan að Stafns-
rétt. Þessi gangnaflokkaskipting og leitarsvæði þeirra er óbreytt
ennþá.
Ekki segir af göngum Vestflokksmanna upp Jökulmngu. Að
venju komu þeir saman við Eyfirðingahóla um eða laust eftir
hádegi. Það var stanzað við Yztahól, sem stendur einn sér norð-
an við aðal hólaþyrpinguna. Þar er gróðurlaust, og þar var hest-
unum gefin heytugga, því flestir fluttu hey með sér. Allir gangna-
menn vom með tvo hesta, annan til reiðar, en reiðing á hinum
og skipm svo um hesta. Eg man ekki eftir, að neinn væri með
klyftösku í stað reiðings, eins og síðar varð. Venjulega finnast
30 til 40 kindur í Jökultungu, og þrír menn úr Austflokki taka
við þeim og reka ofan á Goðdaladal.
Við Eyfirðingahóla var skipt göngum í annað sinn þennan
ágæta mánudag. Veður var bjart og kyrrt, en það mun hafa kast-
að úr éli síðdegis. Dálítill snjór var á svæði með jöklinum, en
rauð jörð niður á Goðdaladal og vestur í Afangaflá. Eg var norð-
arlega í gangnaröðinni, vestur frá Eyfirðingahólum, en jaðarinn
á gangnasvæðinu að norðan er norðan við Bláfell og og Hraun-
haus.
Undir kvöldið komu gangnamenn í tjaldstað í Afangaflá,
151