Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 159
ANNÁLL ÚR SKAGAFIRÐI
til hláku og hélzt svo óslitið, þíður og blíðviðri, til 5. marz. Það
var gamli sýslufundarhvellurinn, er menn kannast við frá fornu
fari, því enn er sú trú við lýði, að ekki sé von á góðu um sýslu-
fundinn, en hann byrjaði einmitt um þetta leyti, eða 7. marz.
Þegar hríðina birti upp, var ljótt um að litast, fannkyngi til lands-
ins, en fjörðurinn fullur af ís. Þótti mönnum slíkt ekki gott, ef
skipaferðir stöðvuðust, því bæði var heldur lítið um kornvöru í
kaupstaðnum, og annað, sem var lakara, að bæði frystihúsin hér
voru full með kjöt, sem átti að sendast til Englands eftir smttan
tíma. En allt fór þetta betur en á horfðist. Eftir fáa daga brá til
hins fyrra með tíðina, og ísinn lónaði burt og lét ekki sjá sig
meir. Þetta var aðeins bending frá þeim gamla grænlenzka um
að muna eftir sér, því ekki væri hann alveg hætmr að leggja leiðir
sínar hingað, og því væri rétt að vera á varðbergi hans vegna.
Annars hefir ís ekki komið hér svo teljandi sé síðan 1918. Þessi
blíðutíð var svo einstök, að jörð mátti heita þíð á góu, og fóru
þá margir að hamast í jarðabótum, herfa flög og vinna við skurð-
gröft. Var mikið, sem sumir unnu að þessu um háveturinn, og er
slíkt harla sjaldgæft. Ur páskunum spilltist svo afmr, og hélzt það
um tíma, en vorið var gott, og gekk sauðburður ágætlega. Spratt
snemma, svo dæmi voru til, að nýrækt væri slegin 8 vikur af
sumri og margir byrjuðu slátt 9 og 10 vikur af sumri. Fyrst voru
góðir þurrkar, en spilltust, er kom fram á túnasláttinn, þar til sein-
ast, að kom ein ágæt þurrkvika, sem lagfærði mikið. Um engja-
sláttinn var oft heldur erfitt með þurrk, en skarpur þerrir, þegar
hann var, svo hey nýttust sæmilega. Haustið var votviðrasamt, en
stillti svo til með frosti og því allskörpu á jólafösmnni, en síðan
hafa verið einlægar þíður, og í dag, sem er nýársdagurinn, er enn
hláka með 5 stiga hita. Jörðin er þíð, hvergi sér snjó nema í
fjöllum. Þess vegna er prýðilegt um að litast, þó sólargangur sé
ekki hár né langur þessa dagana.
Heyskapurinn í sumar var með langmesta móti, a. m. k. að
vöxtunum, og er þó óhætt að segja, að aldrei hafa jafnfáar hendur
unnið að honum sem í sumar. Kemur það til af því, að nýrækt
157