Skagfirðingabók - 01.01.1980, Side 165
ANNÁLL ÚR SKAGAFIRÐI
Hefir sýslan og ríkið lagt stórfé í þetta á síðustu árum. Þá er hitt
ekki minna vert, að heita má, að hver spræna sé brúuð innan sýslu.
A Héraðsvötnum eru þrjár stórbrýr, sem kostað munu hafa til
jafnaðar um 100 þúsund kr. hver. Fyrst var brúin byggð á Austur-
Vötnunum, niður undan Vatnsleysu, síðan á Vesturósinn. Varð
margur maðurinn slíku feginn, því tafsamt var yfir ósinn með
ullarlestirnar á vorin og sláturlestirnar á haustin, þegar fjöldi
manna kom um líkt leyti, og allir vildu fyrstir ná í ferjuna. Síðast,
fyrir fimm árum, var byggð brú á Grundarstokk, niður undan Mið-
grund. Þar var sundferjustaður til forna. Bílar eru mikið notaðir
til flutninga, þó heldur hafi dregið úr því nú í seinni tíð, líklega
vegna peningavandræða.
Arið 1931 var stofnað hér í sýslunni Búnaðarsamband, og eru
öll hreppabúnaðarfélögin í því. Ekki hefir það enn þá látið mikið
til sín taka, og er það tæpast von. Þó hefir það styrkt búnaðar-
félögin til dráttarvélakaupa, og á síðastliðnu vori sá það félögun-
um fyrir útsæðiskartöflum, enda mun jarðeplaræktin hafa nær því
tvöfaldast þetta ár. Eru þau skilyrði hér til jarðeplaræktunar, að
héraðið ætti að geta verið sér nægt, hvað það snertir, án þess að
að verða að kaupa garðamat að.
Eitt af þeim stórmálum, sem bíður úrlausnar fyrir þetta hérað,
er höfn á Sauðárkróki. Eins og nú er, þá er hún slæm og grynnist
alltaf, og vafalaust stendur þetta hafnleysi héraðinu fyrir þrifum,
því um leið og góð höfn kemur, aukast samgöngur við héraðið;
verzlun og iðnaður mundi aukast, að ógleymdri útgerðinni. Mikið
af síld þeirri, sem lögð er upp á Siglufirði, er veidd á Skagafirði,
og því skemmra með hana hingað til að leggja hana hér upp, ef
góð höfn væri á Sauðárkróki. Þetta mundi verða til þess, að kaup-
staðurinn yxi og yrði þá um leið meiri markaður fyrir afurðir
bænda í þessu blómlega héraði. Búskapur mundi breytast. Ey-
lendisjarðirnar mundu leggja meiri áherHu á mjólkurframleiðslu,
en dalabændur á sauðféð, og mundu hvorir tveggja hafa hærra
verð fyrir sínar vörur.
Annars hefir nú í fjögur ár verið mikið um það rætt í hérað-
163