Skagfirðingabók - 01.01.1980, Síða 166
SKAGFIRÐINGABÓK
inu að koma á fót mjólkursamlagi, en ekki hefir það komizt í
framkvæmd enn, og er illt til þess að vita, því nóg er ræktunin
orðin hér, og vel hafa þau reynzt annars staðar.
Af merkismönnum, sem dáið hafa hér í sýslu á þessu ári, má
nefna Arna hreppstjóra Jónsson á Marbæli (f. 7. sept. 1848).
Hann andaðist á síðastliðnu vori. Árni heitinn var einn sá mesti
sæmdarmaður í bændastétt og vann sér hvarvetna hylli allra, er
kynntust honum. Hann var að ýmsu fyrirmyndarbóndi og sat jörð
sína prýðilega; fastheldinn á fornar búskaparvenjur, en þó fús á
að taka upp þær nýjungar, er hann áleit til bóta. Kona hans, Sigur-
lína Magnúsdóttir, bónda á Marbæli, lifir mann sinn. Ekki varð
þeim barna auðið, en ólu upp mörg fósturbörn, sem þau reyndust
frábærlega vel.
Af slysum fórust á árinu: Helgi Guðnason, fyrrum bóndi á
Kirkjuhóli, ættaður úr Bárðardal. Hann var þá heimilismaður á
Miklabæ og orðinn roskinn (f. 16. sept. 1866). Hann féll af hest-
baki, og var byltan svo snögg, að hann dó samstundis. Annar
maður, Olafur Sigurðsson, bóndi í Litladal í Blönduhlíð, dó líka
af slysum. Hann var sonur Sigurðar Olafssonar, fyrrum bónda á
Hugljótsstöðum. Það slys atvikaðist þannig, að Olafur heitinn lét
fé sitt liggja framan af vetrinum á svonefndum Akradal. En seinni
hluta nóvember versnaði tíð, og tók hann þá fé sitt, því fönn var
komin og frost mikið. Eitthvað hafði hann vantað, og bjóst hann
til að leita að því föstudaginn þann 24. nóvember. Fór hann
snemma af stað um morguninn og bjóst ekki við að koma fyrr
en seint um kvöldið. Veður var kyrrt þennan dag, en frost mikið,
15 stig á celsius, niðri í sveit, en sjálfsagt 17—18 fram í dala-
botnum, þar sem hann hugði að leita. Ekki kom hann heim um
kvöldið eða nóttina. Var þá brugðið við um morguninn og mönn-
um safnað. Fóru þeir fram dalinn og komu fljótt á slóð hans, því
snjór var mikill, og fundu hann örendan fram hjá svonefndum
Hrafnabjargabotnum; og virtist þeim sem hann mundi hafa skrið-
ið alllanga leið seinast. Handleggir og fætur líksins voru frosnir,
en annars hafði ekkert sézt á því við læknisskoðunina. Það er álit
164