Skagfirðingabók - 01.01.1980, Side 173
ANNÁLL ÚR SKAGAFIRÐI
fund með sér og skoruðu á ríkisstjórnina að liðsinna sér í slíkum
vanda. Sendi hiin verkfræðinga til að athuga, hvað gera skyldi,
og mældu þeir fyrir garði miklum, sem byggja átti miklu utar en
hinir fyrri höfðu verið. Auk þess bauðst hið opinbera að kosta
verkið að % hlutum. Garður þessi var síðan byggður í haust og
framan af vetri. Sóð verkið yfir mánaðartíma, og unnu þar um
og yfir 40 menn. Alls er garðurinn 540 metra langur. Fóru í
hann um 2000 ferstikur af grjóti og 1500 ferstikur af torfi. Aætl-
að var, að kostnaðurinn yrði um 20 þúsund krónur, en mun ekki
hafa farið fram úr 14 þúsundum. Efnið var flutt á bílum ca. V2
km það lengsta. Þéttiloftsborvél var höfð við grjótsprenginguna.
Vona menn nú, að framgangur Vatnanna verði stöðvaður með
þessu, meira en rétt í bili.
Af öðrum framkvæmdum í héraðinu má nefna nýja rafveitu-
stöð, sem í sumar var byggð á Sauðárkróki. Hefir hún 65 hestöfl,
en mun þó vera hægt að auka þau upp í allt að 90 hestöfl án telj-
andi kostnaðar. Var áætlað, að þetta mundi kosta um 60 þúsund,
Stefán Runólfsson tók að sér byggingu stöðvarinnar fyrir ákvæðis-
verð. Hann er Skaftfellingur, bróðir Bjarna í Hólmi, og hafa þeir
bræður byggt fjölda rafstöðva um allt land. Búist er við, að hægt
verði að fá með þessari stöð töluvert mikið afl til suðu og hitunar
á meðan bærinn stækkar ekki meira. íbúarnir munu nú vera í
kringum 900 manns.
Einnig var unnið töluvert í sumar að vegalagningu innan sýsl-
unnar, bæði af sýslunni sjálfri og ríkinu. Hefir því miðað vel
áfram. Og nú er efst á baugi að leggja bílveg yfir Siglufjarðar-
skarð, út í Siglufjörð. Mun verða byrjað á honum að vori. Er
áreiðanlegt, að slíkt yrði til mikilla hagsbóta fyrir sýsluna, þá
stæði hún ágætlega vel að vígi að nota þann ágætismarkað, sem
er fyrir landbúnaðarvörur á síldveiðitímanum.
Eitt nýmæli var hér á ferðinni í héraðinu í vetur. Það var stofn-
un mjólkursamlags. Alltaf er mönnum að verða það ljósara, að
sauðfjáreignin er að verða miður arðsöm og ærið fólksfrek. Og
þegar eru nú orðnar alvarlegar takmarkanir á útflutningi kjöts til
171