Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 174
SKAGFIRÐINGABÓK
aðal neyzlulandanna, Noregs og Bretlands, og sá markaður þreng-
ist með ári hverju; þá verður mönnum tíðhugsað um, hvort rétt
muni ekki að breyta til með búskaparháttu, að einhverju leyti.
Verður manni þá fyrst fyrir að athuga, hvort ekki beri að leggja
meiri stund á mjólkurframleiðsluna en gert hefir verið. Hér er
ræktun orðin feikimikil og kýrgresi óþrjótandi á Eylendisjörðun-
um. Það mun óhætt með það, að þar sem stofnað hefir verið til
mjólkursamlaga með viti og forsjá, hafa þau gefizt mæta vel.
Eftirspurnin eftir mjólkurvörum eykst stöðugt, því alltaf stækka
kaupstaðirnir. Sem dæmi þar upp á, má geta þess, að nú fyrir
jólin voru sendir 700 lítrar af rjóma frá Akureyri til Reykjavíkur,
og er þó mjólkurframleiðslan í nánd við hana langsamlega mest
á öllu landinu. Kaupfélag Skagfirðinga hefir haft þetta mál með
höndum nú fyrirfarandi ár. En nú í vetur komst skriður á málið.
Fór undirritaður um héraðið fyrir hönd kaupfélagsins og hélt alls
9 fundi með bændum. Voru undirtektir góðar um þátttöku í
þeim félagsskap. Ef allt gengur vel um útvegun fjár til fyrirtækis-
ins, var ætlunin að byggja á næsta vori. Annars á kaupfélagið hús,
sem hægt verður að nota að einhverju leyti. Annars gera menn
sér góðar vonir um, að þetta muni ekki verða neitt óhemju dýrt.
Að jarðabómm hefir verið unnið mikið nú í sumar, ekki minna
en venjulega. Ekki hefi eg enn skýrslu í höndum um dagsverka-
fjöldann þetta ár. En 1932 voru unnin hér í sýslu rúm 62 þúsund
dagsverk í jarðabótum. Jarðeplauppskera var með langmesta móti.
Fyrst og fremst hefir aldrei verið ræktað eins mikið og í sumar,
og svo varð sprettan líka geysileg. Nú mun ekkert hafa verið
flutt inn af kartöflum í sýsluna í haust, en áður, og það fyrir
fáum árum, skipti það hundruðum tunna. Nú mun það hafa verið
á hinn bóginn, að út úr sýslunni mun nú hafa verið flutt töluvert
af rófum og kartöflum; og þó eru heimilin áreiðanlega vel byrg.
I haust mun hafa verið slátrað um 25 þúsund fjár á Sauðárkróki,
og er það svipað og í fyrra. En ánægjulegra er að vita, að verðið
á sláturfjárafurðum er stórum mun betra en í fyrra. Gærur eru
áætlaðar helmingi hærri en í fyrra, og kjöt og ull hefir líka hækk-
172