Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 175
ANNÁLL ÚR SKAGAFIRÐI
að allverulega, enda mátti það ekki aumara vera en það var þá.
Hrossamarkaður var svipaður og í fyrra og því lítið látið, en
verð á afsláttarhrossum mun betra en árið áður, svo það var
eiginlega bezti markaðurinn. Yfirleitt virðast nú bændur líta bjart-
ari augum á framtíðina en áður.
A þessu ári önduðust tvær merkiskonur. Onnur þeirra var Guð-
rún á Víðivöllum, móðir Gísla hreppstjóra Sigurðssonar og þeirra
systkina. Hún var ekkja Sigurðar á Víðivöllum. Guðrún var hin
mesta merkiskona og orðlögð, ekki aðeins um héraðið, heldur víða
um land, fyrir frábæra gestrisni og höfðingslund. Enda hlýtur
flestum þeim, sem komu að Víðivöllum í hennar tíð, að vera
minnisstætt alúðin og viðmótið, sem allir áttu að mæta, er þang-
að komu. Mér fannst hún alltaf vera húsmóðir, ekki aðeins heim-
ilis síns, heldur allrar sveitarinnar. Hún var jörðuð að heimili
sínu 28. febrúar. 250 manns var við jarðarförina, og þó mörgum
muni þykja það allgestkvæmt á einu sveitaheimili, þá fékk eng-
inn þaðan að fara af boðsgestunum fyrr en hann hafði þegið bæði
mat og kaffi. Stóra sýslutjaldið (Skagfirðingabúð), sem er frá
alþingishátíðinni, var reist í það sinn á Víðivöllum, og fór hús-
kveðjan þar fram, og þar var matazt að lokinni jarðarförinni.
Tveir prestar, sr. Lárus Arnórsson á Miklabæ og sr. Tryggvi H.
Kvaran á Mælifelli, héldu ræður við greftrunina, og sagðist báð-
um ágætlega. Hin konan var Jórunn Andrésdóttir frá Hjaltastöð-
um. Hún andaðist á öndverðum túnaslætti. Hún var ekkja Þor-
steins sáluga Hannessonar, bróður Jóhannesar Hannessonar í
Winnipeg. Þau hjón bjuggu mestan sinn búskap á Hjaltastöðum í
Blönduhlíð og farnaðist ágætlega, þó þau hefðu mikla ómegð fram
að færa. Eftir dauða manns síns bjó hún þar áfram með börnum
sínum, en flutti síðan til dóttur sinnar, sem býr í Stokkhólma,
og þar andaðist hún. Hún var hið mesta valkvendi. Einn sonur
hennar fluttist til Ameríku, Jóhannes að nafni.
Rétt fyrir jólin andaðist á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki Stefán
Sigurðsson, bóndi á Þverá í Blönduhlíð. Hann ólst upp hjá Jóni
bónda Þorkelssyni á Svaðastöðum, og af honum keypti hann
173