Skagfirðingabók - 01.01.1980, Síða 181
ANNÁLL ÚR SKAGAFIRÐI
við vegagerðina, meðan tíð leyfði. Eg tel það hiklaust þýðingar-
mikið spor til hagræðis fyrir skagfirzka bændur að fá veginn út
í Siglufjörð, því þar er bezti markaður á landinu fyrir landbún-
aðarafurðir um síldveiðitímann, júlí og ágúst. Sími var lagður í
vor út á Skaga, að Hrauni, yzta bænum, og á næsta sumri er
væntanleg símalína frá Silfrastöðum fram Kjálkann, að Gils-
bakka, og önnur frá Réttarholti og út að Hofdölum, og er þá
orðið sæmilega séð fyrir símasambandi um sýsluna.
Heldur hefir verið minna um ræktunarframkvæmdir innan
sýslunnar en áður, en þó mun Skagafjarðarsýsla samt vera með
þeim langhæstu að dagsverakatölu. Víða er búið að rækta stór-
mikið, svo ekki er ólíklegt, að fari að draga úr því. En áburðar-
geymslum er mjög víða áfátt ennþá, en vonandi að það verði nú
næsta sporið, sem unnið verður að, enda hefir stjórn Búnaðar-
sambands Skagfirðinga beint framkvæmdum sínum í þá átt. Hefir
sambandið á síðastliðnu ári lagt bændum til ókeypis steypumót
fyrir safnþrær og haughús, ásamt manni, sem hefir stjórnað verk-
inu. Einnig munu margir hafa hug á því næsta vor að koma sér
upp votheyshlöðu, svo rigningin sé ekki einráð yfir heyskapar-
tímann, en því miður hefir verið lítið um þær hér, því nýting a
heyjum er oftast góð í Skagafirði.
I sumar var hér að tilhlutun Búnaðarfélags Islands luldin
hrossasýning. F.r það gert á þriggja ára fresti. Eg hygg, að aldrei
hafi komið jafnmórg falleg hross til sýningar og í vor, og sýnir
það bezt, að hrossin eru alltaf að batna, eins og á að vera. Ráðu-
nautur Búnaðarfélagsins, sem auðvitað ræður mestu á sýningun-
um, hefir framúrskarandi gott vit á hrossum og er afar vandlátur
með þau, eins og vera ber. Samt hlutu 11 hestar fyrstu verðlaun
og 10 önnur verðlaun. Af hryssum fengu 41 fyrstu, en 56 önnur
verðlaun.
Hrossamarkaðir voru haldnir hér í sumar, og var verðið frem-
ur lágt á því, sem fór til Englands, hæst 140 krónur. En svo
voru send rúmlega 60 hross héðan til Þýzkalands, og fékkst fyrir
þau um og yfir 200 kr. hvert, enda voru það úrvalshross. Sagt er,
179