Skagfirðingabók - 01.01.1980, Blaðsíða 183
ANNÁLL ÚR SKAGAFIRÐI
engu líkara en hann hefði kastað ellibelgnum. Undirritaður flutti
honum kvæði, hrynhent, er hann þakkaði prýðilega. En allar báru
ræðurnar merki þess, hve hann hafði verið ástsæll og mikils met-
inn af sóknarbörnum sínum, enda er margt stórvel um sr. Hall-
grím. Hann er hinn skörulegasti klerkur, og auk þess hefir hann
jafnan tekið drjúgan þátt í opinberum málum og ætíð kveðið
mikið að honum. Lærdómsmaður hefir sr. Hallgrímur verið, sér-
staklega sögumaður mikill og málamaður ágætur. Er þeim, sem
þetta ritar, minnisstæð mörg kvöld í sýslufundarvikunni fyrir
nokkrum árum, en þá var það venja hans að fara yfir fornkvæðin
og skýra þau fyrir tilheyrendum. Mundi margur ætla, að þá hefði
verið þunnskipað á bekkjunum, því nógar skemmtanir er þá hægt
að verða sér út um, sem margur mundi ætla, að væru meir við
skap nútíma alþýðu, en eg man aldrei eftir að hafa hlustað á
hann öðruvísi en fyrir fullu húsi og öllum borið saman um að
þar væri um góða skemmtan að ræða. Sr. Hallgrímur er fæddur
18. júlí 1864 og er því rúmt sjötugur. Hann var mágur sr. Frið-
riks Bergmanns.
1935
SÍðastliðinn vemr var fremur snjóléttur eftir hátíðarnar,
en þó voru skakviðri og umhleypingar mjög tíðir, svo útigangs-
peningi leið illa, þó hagi væri oftast nógur. Þegar kom fram und-
ir sumarmálin voru hey mjög farin að ganga til þurrðar, enda
mikilgæf og sífelldar innistöður á fé. Eg býst við að illa hefði
farið, ef vorið hefði orðið slæmt. En það var öðru nær. Með sum-
arkomunni skipti svo rækilega um, að eg man varla eftir svo
snöggum og góðum umskiptum. Til dæmis um það, var á síðasta
vetrardag 8 stiga frost um morguninn, en á sumardags morguninn
fyrsta var kominn 8 stiga hiti, og hélzt sú blíða samfleytt fram í
júní, að undanteknu hreti um hvítasunnuna. Gerði þá alsnjóa,
en ekki mun þó hafa hlotizt neinn skaði af.
181