Skagfirðingabók - 01.01.1980, Síða 184
SKAGFIRÐINGABÓK
Lambadauði var með minna móti, en á hinu bar til muna, að
ær væru geldar, og kenndu sumir um skemmdu síldarmjöli, sem
haft var til fóðurbætis, en ekki veit eg hversu rétt það er. Skepnur
gengu yfirleitt vel undan vetrinum, og mun fóðurbætirinn og hin
einstaka vorblíða hafa átt sinn góða þátt í því. En hitt sögðu
menn, að aldrei hefðu þeir gefið slíkt fóður, sem hröktu heyin
frá sumrinu áður.
Ekki var síðastliðið sumar þurrkasamt, síður en svo. Þó náðust
töður ekki mikið hraktar víðast hvar, þó misjafnt væri hjá ýms-
um. Uthey náðist með skárri verkun, og sérstaklega vorum við
Skagfirðingar heppnir með heyskapinn í september, því þá höfð-
um við ekkert af óþurrk að segja, þó oft væri kalt, en austurund-
an, og strax í Eyjafjarðarsýslu, rigndi með þeim fádæmum, að
engu var minna en sumarið áður, og er þá langt til jafnað. Má það
hörmung heita fyrir ausmrsýslurnar að fá slíka hremmingu á
landbúnaðinn sumar eftir sumar. Hér voru menn búnir að hirða
hey um göngur, og haustið var fremur gott. En veturinn byrjaði
háskalega, með stórhríð og jarðbönnum austan Vatna. Hélzt það
um skeið. Samt tók þó upp þann snjó, en 14. des. gekk hann í
aftaka hríð, og síðan hefir tíð verið hálf slæm fram að áramótum.
Af framkvæmdum innan héraðsins má fyrst nefna, að mjólk-
ursamlagið er nú tekið til starfa hér á Sauðárkróki. Hóf það starf
sitt í júlí í sumar. Mjólkurmagnið, sem þangað var flutt, mun í
sumar hafa numið um 1100 lítrum (pottum) á dag, og er það
ekki mikið í svo stóru héraði. En aðgætandi er, að sárafáir hafa
ennþá fjölgað kúm sínum frá því, sem áður var, og gerir það
óþurrkasumarið 1934. Þá ætluðu þeir, sem hugðu að vera í sam-
laginu, að fjölga gripum sínum, en f staðinn fyrir það urðu marg-
ir að fækka þeim, vegna þess hve heyin voru slæm. En vonandi
á þetta eftir að lagast. Meðalverð á mjólkinni var 16 aurar á
lítra. Er það að vísu ekki hátt, en safnast þegar saman kemur.
Kýr, sem mjólkar 2500 lítra yfir árið, skilar þó 400 krónum með
þessu verði, og það er þó ekki nema rétt meðalkýr. Þrjár slíkar
gerðu þá 1200 krónur, en það mun láta nærri, að 100 ær hafi
182