Skagfirðingabók - 01.01.1980, Side 185
ANNÁLL ÚR SKAGAFIRÐI
þurft til að svara þeirri upphæð undanfarin ár. Sjá allir hver
munur er þar á stofnkostnaði, hirðingu og fóðri. Hér miðsveitis er
fé þungt á fóðrum, en kýrnar þurfa ekki meira hér en annars-
staðar. Því hlýtur í framtíðinni að verða lögð meiri áherzla á
mjólkurframleiðsluna þar, en aftur á móti sauðfjáreignina til
dalanna, þar sem 3 kindur eyða ekki meira fóðri en 1 niður í
sveitinni. Ur mjólkinni var unnið ostar, skyr og smjör. Tvisvar
í viku var send mjólk og skyr til Siglufjarðar og selt þar með
góðu verði og líkaði ágætlega. Húsið er mjög vandað og vélar
af nýjustu gerð. — Telja kunnugir, að hús og vélar séu með
því fullkomnasta hér á landi í þeirri grein. Allir vona, að þetta
fyrirtæki eigi eftir að blómgast vel og verði búnaði sýslunnar
veruleg stoð á þessum síðustu og verstu tímum.
Alltaf miðar jarðabótunum áfram, og meir og meir að því
takmarki að heyja allt á ræktuðu landi. Síðastliðið ár nam rækt-
unin hér 60.019 dagsverkum, og er aðeins ein sýsla á öllu land-
inu hærri að dagsverkatölu.
Sömuleiðis hefir verið mikið unnið að vegagerð innan sýsl-
unnar á þessu ári. Hefir sýslan, ríkið og hreppar lagt fram
rúmar 37 þúsund krónur til þess. Einnig er byrjað á hinum erf-
iða og dýra vegi yfir Siglufjarðarskarð. Hafa Siglfirðingar, Fljóta-
menn, Slétthlíðingar og Höfðstrendingar gefið dagsverk til
vegarins svo hundruðum skiptir og unnið þau í sumar. Vegur
þessi, þá hann er fullgerður, hefir líka stórkostlega þýðingu
fyrir kaupstaðinn og þessar sveitir um sölu á landbúnaðaraf-
urðum þangað um síldartímann á sumri hverju.
I sumar átti að leggja upp síld á Sauðárkróki og salta hana
þar. Var í ráði að salta þar 15 þúsund tunnur. Á Sauðárkróki voru
um 150 stúlkur ráðnar til söltunarinnar, ásamt um 50 karlmönn-
um. En þetta fór miður en skyldi, því síldveiðin fyrir Norðurlandi
brást algerlega, svo einsdæmi er, svo á Sauðárkróki mun aldrei
hafa verið söltuð ein tunna. Aftur á móti veiddist síldin fyrir
Suðurlandi og á Faxaflóa fram undir jól, sem er líka einsdæmi.
Sauðkrækingar voru því með öllu atvinnulausir í sumar, því
183