Skagfirðingabók - 01.01.1980, Page 193
ANNÁLL ÚR SKAGAFIRÐI
allt fara úr skorðum vestra, þótt þeir væru fjarverandi einn vemr,
og þyrftu að skjálfa um tíma meðal vina og frænda, ef ómögu-
legt reyndist að hita þá upp.
Þótt eg hafi ekki beinlínis kynnt mér fræði Kóransins, hefir
mér verið sagt, að þar sé fyrirskipað, að hver sanntrúaður Mú-
hameðstrúarmaður skuli a. m. k. einu sinni á ævinni fara píla-
grímsferð til hinnar helgu borgar þeirra, ívíekka. Þetta gerðu
þeir, hversu langt sem þangað væri að sækja. Þetta var eins og
fleira viturlega ráðið hjá þeim vitra spámanni Múhameð. Hann
hefir séð, að einmitt með þessum ferðum, mundu þeir halda
uppi trúnni, siðum og menningu Múhameðsmanna, þetta mundi
binda þá enn fastar saman sem trúbræður og vini, jafnvel með
hversu ólíkum þjóðum, sem þeir væru búsettir. Og það er enginn
vafi, að þetta hefir reynzt þannig.
Vestur-íslendingar ættu að athuga þessa grein Kóransins og
helzt að taka hana til eftirbreytni þannig: Fara a. m. k. eina ferð
heim til „landsins helga“, sem það vafalaust er í augum allra.
Mikið og margt gott myndu slíkar ferðir hafa í för með sér, og
eg sé ekki neina leið, sem bemr mundi orka í þá átt að halda
uppi vináttu, bræðrahug og ættartengslum meðal Vestur- og Aust-
ur-íslendinga, en einmitt þetta.
191