Skagfirðingabók - 01.01.1980, Síða 199
LÁ VIÐ STRANDl
ina, að þar sé villugjarnt, þó kunnugir séu á ferð, hvað þá ó-
kunnugir, og ekki munu þessir menn hafa verið vanir landferða-
lögum, og engan áttavita höfðu þeir, enda fór því, sem vonlegt
var, að þeir villtust.
Þeir gengu allan daginn, unz í rökkurbyrjun, að þeir komu til
sjávar, og sáu þá Ketubæinn, sem þeir höfðu farið frá um morg-
uninn, og gengu til bæjar. Dauða kind fundu þeir í heiðinni og
sögðu markið á henni vera „tvær skorur og skellt“. Það mark
kannaðist enginn við á Skaganum.
Nú var horfið frá fleiri heiðarferðalögum. Veður hélst óbreytt,
norðaustan bræla. Og enn hékk Tryggvi í festunum.
Sjötta daginn fengu skipsmenn hest lánaðan á Syðra-Mallandi,
og fór nú skipstjórinn ríðandi norður fyrir Skagann. Það er
töluvert lengri leið, en vegur alla leiðina, og því auðvelt að
rata. Komst hann til Kálfshamarsvíkur, og náði sambandi við
loftskeytastöðina í Reykjavík. Fékk hann það svar, að varðskipið
Ægir væri fyrir Norðurlandi, og yrði sent þeim til hjálpar.
Skipstjórinn kom aftur til baka um kvöldið. Veðrið hafði held-
ur skánað. Þegar dimma tók sást ljós úti á firðinum. Það var
Ægir að koma. Var nú öll skipshöfnin flutt um borð í Tryggva,
og með morgninum hinn sjöunda dag, var hann dreginn áleiðis
til Siglufjarðar. Þar mun hann hafa fengið viðgerð.
197