Skagfirðingabók - 01.01.1980, Side 201
TVÖ BRÉF UM DRANGEY
mannaeyjum og jafnframt hér á landi, og er efasamt, hvort nokk-
ursstaðar finnast jafningjar þeirra í þessari list.“ Þeir félagar tóku
land á smábáti í viki landnorðan á eynni og lögðu til uppgöngu,
„höfðu til þess járngadda, er þeir ráku inn í bergið." Þeir kom-
ust klakklaust upp á eyna og urðu landsfrægir fyrir vikið. Um
haustið skrifaði Hjalti síðan bréf það, er hér fer á eftir:
Vestmannaeyjum 2/10 1894.
Herra sýslumaður
Jóbannes Olafsson.
Af því að ég hefi beyrt, að í sýslu yðar sé fuglabjarg nokkurt,
kallað „Drangey', sem sé ekki eins vel notað og það gceti verið,
skrifa ég yður línur þessar. Eg bef átt tal um þetta mál við sýslu-
mann okkar, Jón Magnússon, og réði bann mér að skrifa yður,
þar sem Drangey er eign sýslunnar.
Mér hefur nefnilega dottið í bug að bjóða yður að koma á
næsta sumri með 1 — 2 góða fjallamenn (bamramenn) með mér,
til þess bceði að veiða fugl og kenna mönnum rétta veiðiaðferð
og eins fara í bergið, þar sem ekki hefir verið áður farið, og bceta
vegi, þar sem þörf er á, og eins kannski að venja menn þar með
okkur að ganga í bjarg, ef menn vildu það. Þetta er hrein alvara
hjá okkur „Eldeyjarfélögum“ (þér hafið víst séð þeirra getið).
Svo að ég gefi yður einhverja hugmynd um að hverju þér cett-
uð að ganga, þá skal ég koma með uþþástungu um kjörin.
Af því að þetta yrði nú að vera um bezta bjargrceðistíma yrð-
um við að hafa bcerileg daglaun; við mundum gjöra okkur áncegða
með 3 kr. á dag og fria ferð (það fceri maður víst með damþi).
Þess skal getið, að ferðin yrði úr Höfnunum, en ekki frá Vest-
mannaeyjum, svo ferðakostnaður vceri þá ekki mjög vanskilegur.
199