Skagfirðingabók - 01.01.1980, Síða 204
SKAGFIRÐINGABÓK
uppi með bey fyrir saitðfé og bross sérstaklega, og eru því allar
borfur á, að hér verði stórkostlegur fellir á skepnum, ef ekki kem-
ur bráður bati, en fyrir það er ekkert útlit, þar eð hér hefir um
langan tíma varla komið nokkur dagur hríðarlaus og útlit með
veðráttu aldrei ískyggilegra en einmitt nú í byrjun sumarsins.
I þessum vandrceðum hafa nokkrir menn hér í hreppnum grip-
ið til þess neyðarúrrceðis að fara fram að Drangey og slá þar fá-
eina bagga af sinu til þess að reyna með því að bjarga einhverju
af skepnum sínum. Hafa þeir beðið mig að tilkynna yður þetta
tiltceki sitt og jafnframt biðja afsökunar á því. Þeim var að vísu
kunnugt um, að öll grasnyt í Drangey hefir verið bönnuð af
sýslunefndinni, en það var hvort tveggja, að neyðin knúði þá til
að leita bjargar þessarar og í annan stað heyrðu þeir, að þetta
mundi eftir kringumstceðum, ekki talið sakncemt, einkum þar sem
ekki verður séð, að þessi sinuheyskapur geti verið nokkrum til
skaða, en líkur til að hann geti haldið lífi í fáeinum skepnum,
sem annars mundu falla.
Eg skal geta þess, að það hefir alltaf verið mín skoðun, að það
geti alls ekkert valdið skemmdum á Drangey, þó heyskapur vceri
leyfður á henni; hann mundi aldrei verða í stórum stíl, og helzt
á þeim stöðum á eynni, sem sízt er hcett við skemmdum.
Jafnframt því að tilkynna yður þetta, leyfi ég mér að mcelast
til, að þér, velborni herra sýslumaður, vilduð veita leyfi til, að
þeir menn hér í hreppnum, sem helzt eiga á hcettu að missa
skepnur sínar fyrir fóðurskort, mcettu slá sinu á Drangey, ef vera
kynni, að þeir með því gœtu bjargað einhverju af skepnum sín-
um. Það er sárt fyrir bláfátceka menn að þurfa að skera niður
allar skepnur sínar, ef einhver vegttr vceri til að halda lífi í nokkr-
um þeirra; en ég er sannfcerður um, að sinan í Drangey getur
orðið nokkuð mörgum skepnum til lífs, ef menn mega nota
hana; eftir því sem mér hefir verið sagt, mun hún vera eins góð
og létt úthey sumarslegið.
Svar þessti viðvíkjandi óska ég helzt að fá með sendimannin-
202