Jón á Bægisá - 01.11.2000, Page 9

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Page 9
Rýnt í íslensku þýðinguna á The New York Trilogy um gerðir sínar. „Það lítur út fyrir að ég sé að fara út“, sagði hann við sjálfan sig. „En ef ég er að fara út, hvert er ég þá nákvæmlega að fara?“ (bls. 12).3 Hann gekk af stað. Iiann fór yfir götuna og hélt í austurátt. Frá Madison Avenue fór hann til hægri og í suður eftir einni húsaröð, svo sneri hann til vinstri og áttaði sig á hvar hann var. „Ætli ég sé ekki kominn," sagði hann við sjálfan sig (bls. 12). Setningin „I seem to be going out“ kallast á við „I seem to have arrived", og losandi finnur að það er eins og Quinn sé ekki sjálfrátt, hann ræður því ekki að hann er að fara eða hvert hann fer. Setningarnar kallast ekki á í þýðingunni og af seinni setningunni, „Ætli ég só ekki kominn“, má ætla að Quinn sé mættur til tannlæknisins, setjist niður á biðstofunni og dæsi þessi orð um leið og hann tekur upp nýjasta Séð og heyrt, frekar en að hann sé mættur á örlagastað sinn. Krafturinn, dulúðin, leiðslan; allt hverfur þetta í þýðingunni, líkt og í setningunum ,,He was walking. He was crossing the street and moving eastward", sem eru einfaldlega þýddar sem „Hann gekk af stað. Hann fór yfir götuna...“ og ganga Quinns er ekki lengur ósjálfráð og í leiðslu. Það má líka benda á að í þessu dæmi efast Quinn um gerðir sínar í þýðingunni, í stað þess að átta sig á þeim, eða renna grun í hvað væri að gerast, líkt og í frumtextanum: ...he began to suspect what he was doing“. I þessum fáu málsgreinum hefur tapast mikilvægt stíleinkenni, auk þess sem þýðanda mistekst að koma fyrstu setningunni til skila vegna rangrar orðaþýðingar. Þetta er alls ekkert einsdæmi í þýðingunni, því þar ber mikið á beinlínis röngum orðaþýðingum, eða illa unnum máls- greinum af hendi þýðanda. Því fer mann að gruna að hann hafi einfald- lega ekki velt textanum nægilega fyrir sér og leitað góðra lausna. Hér er dæmi frá fyrstu fundum þeirra Quinns og Peters Stillmans, innkoma hins síðarnefnda; The body acted almost exactly as the voice had: machine-like, fitful, alternating between slow and rapid gestures, rigid and yet expres- sive, as if the operation were out of control, not quite correspond- ing to the will that lay behind it (bls. 17). Líkaminn hafði nánast sama fas og röddin: vélrænt, óstöðugt, stíft en þó svipmikið, með litlu samræmi í hreyfingum, rétt eins og eitt- hvað hefði farið úrskeiðis og léti ekki að vilja stjórnandans (bls. 14). Hér fáum við allt aðra mynd af hreyfingum Stillmans í þýðingunni. í fá/i á ÆayrÁiá - Syndaflóðið kemur eftir okkar dag 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.