Skírnir - 01.04.2001, Page 27
SKÍRNIR ... EINS MANNS SJÓFERÐASKRIF 21
stjóra (Holm kapteini) og það er í þeim ferðum sem mestu líkind-
in eru í efnistökum. Báðir lýsa hitanum á leiðinni, Eiríkur á þenn-
an hátt: „Þá maður er undir sólunni svo er enginn skuggi af neinu
því sem stendur rétt upp. Um miðdaginn er hún rétt beint yfir, svo
þá maðr setur einn gaffal í eitt borð þá er skugginn beint niður á
millum oddanna. Hiti er þar svo sterkur að enginn er í standi að
þola að ganga berfættur á dekkinu“ (442). Að auki getur Eiríkur
þess að skipið hafi þurft að kæla með sjó á tveggja tíma fresti svo
að bikið rynni ekki allt niður (443). Árni hefur sömu sögu að
segja: „Nú er orðið svo heitt af sólunni að það má slá sjóvatn upp
á þilfarið hvert annað glas. Annars bræðist bæði bik og tjara af
skipinu. Berfættur kann hann ei að ganga á þilfarinu því þá brenn-
ur hans iljaskinn af hitanum sem sólin gefur af sér á þilfarsplönk-
unum ...“ (295).22 Þeim ber saman um mikinn þorsta sem kvaldi
þá á leiðinni og þeir segja báðir frá leik einum sem siðvenja var að
fara í þegar siglt var yfir Miðjarðarhafsbaug. Báðir segja þeir Kín-
verja þjófótta og báðir segja frá grimmilegum refsingum við af-
brotum. Báðir segja frá minnisstæðu atviki sem tengist hita og
vatnsskorti um borð, Eiríkur frá formælingum eins skipsfélaga
síns sem síðar fékk makleg málagjöld, Árni frá því að hjartað greri
við síðu eins félaga hans vegna hita og þorsta (294). Báðir sjá fræga
staði úr Biblíunni, Árni sér akurinn þar sem Kain dó (325) en Ei-
ríkur Borðfjall „á hverju nokkrir vilja segja að vor herra hafi mett-
að þau 5000 manns“ (454).23 Árni segir á hinn bóginn frá illu at-
læti, hungri, bölvi, brennivíni og barsmíðum um borð sem Eirík-
ur minnist ekki á. Árni fjallar ávallt um kvenfólk og segir frá skipt-
um sínum við það, en Eiríkur kemst sjaldan í návígi við konur.
22 í ferðasögu Friðriks nokkurs Bollings sem er að finna í handritinu Lbs 668 4to
er skini sólarinnar lýst á svipaðan hátt og hjá Eiríki og Árna: „um middeigið
settum vier eirn knýf á þilfarið riett á Oddinn, so skaptið stod Riett upp og
villdum svo reýna hvört hann giæfi nockurn skúgga af sier enn það gátum vier
ecki sied (bls. 13).
23 „Borðfjall“ hefur verið vinsæll ferðamannastaður. I áðurnefndri ferðasögu
Bollings segir svo um þetta fjall: „Taffel Bergið er moti ovedrattu þakið med
skýum það er skiemtilegt ad skoda þá klart vedur er á kvöldinn og þegar kvölld
stjarnann kiemr upp þa er mitt á þessu bergi eýns og þar standi liós a bordi hvar
af það hefr sitt nafn þvi hún skeýn þar mikid fagurt“ (Lbs 668 4to, bls. 16-17).