Skírnir - 01.04.2001, Page 135
SKÍRNIR
TIL VARNAR MANNÚÐ OG JAFNRÉTTI
129
um sem helgaðar voru málefninu - tilkynningum um slíkar ráð-
stefnur, skýrslum og skráðum umræðum - og einnig upplýsingum
um árangur kvenréttindahópa víðs vegar um heiminn, þá birtust
einnig allmargar greinar um hagnýtari grundvallaratriði, eins og
t.d. hvernig ætti að skipuleggja og reka kvenréttindafélög. Merki-
legasta framlagið af þessu tagi er vafalaust grein Margrjetar í janú-
ar 1909 (XI:6) þar sem hún leiðbeinir um stofnun þeirra:
Fyrst af öllu eru hinir svo nefndu „klúbbar" eða smáfélög í sveitum eða
bæjum. [...] Á klúbbunum byggist styrkleiki allra hinna stærri félaga.
Skylda þeirra er að beita öllum kröftum sínum til að útbreiða og halda á
lofti réttmæti kvennréttindabaráttunnar svo vítt og breitt sem verksvið
þeirra nær. [...] Klúbbar þessir mynda því næst sveitarfélög, eitt í hverri
sveit. Sveitarfélögin halda ársfund og kjósa stjórnarnefnd fyrir komandi
ár. Skylda sveitarfélaganna (country councils) er að hjálpa og leiðbeina
klúbbunum, mynda nýja hvar sem því verður viðkomið og styrkja þá
eldri. [...] Sveitarfélög þessi gjöra síðan samband sín á milli og mynda svo
ríkisfélög, hver í sínu ríki, og er skylda þeirra hin sama og sveitarfélag-
anna. Þau eiga að gangast fyrir myndun sveitarfélaga þar sem þau eru ekki
til og sameina öll kvennréttindafélög í eina þróttmikla starfandi heild. Að
síðustu mynda ríkisfélögin „Sambandsfélag" (National Suffrage Associ-
ation) hjá hverri þjóð, sem leysa af hendi samskonar starf fyrir samband-
ið - þjóðina alla, eins og ríkisfélögin fyrir hvert ríki og sveitarfélögin í
hverri sveit. (138-39)
Með þessum hætti taldi Margrjet að mynda mætti bein tengsl frá
grasrótarfélögum til stærri eininga og hún lagði hvað eftir annað
áherslu á mikilvægi „klúbba“: „eru smáfélögin eða klúbbarnir
undirstaða alls þessa mikla félagsskapar” (139). I samræmi við það
hvatti hún landa sína í Vesturheimi til að taka virkan þátt í barátt-
unni og hún lýkur greininni með því að leggja áherslu á mikilvægi
þess að eiga sér málgagn fyrir málstaðinn:
Það er æskilegt að ísl. taki sem fyrst ákveðinn þátt í þessari baráttu og
mynda kvennréttindafélög víðsvegar um byggðir sínar beggja megin „lín-
unnar." En svo þau ekki hverfi sem dropi í sjó hérlendrar þjóðar sam-
steypu, ættu þau að tengjast þjóðernisböndum, vinna saman, og sjá svo
um, að hluttaka þeirra í þessari baráttu verði Islendingum til sóma og við
þá kennd. Með samtökum er þetta mögulegt, og það er vegurinn til þess
að sú starfsemi verði einn hlekkur í viðhaldi íslenzks þjóðernis í Vestur-
heimi. Með Freyju er lagður grundvöllur til slíkrar viðurkenningar fyrir
hluttöku ísl. í þessu máli, því í flestum löndum sem gengið hafa í Al-