Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 6

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 6
A r n a l d u r I n d r i ð a s o n 6 TMM 2013 · 4 að menningin hér hafi þróast í nánu sambandi við menningu Vestur-Evrópu og mótast af merkilegu samspili tveggja þátta sem við fyrstu sýn mætti ætla að hefðu unnið hvor gegn öðrum: Annars vegar hið mikla samband sem Ísland hafði við umheiminn og hins vegar einangrun landsins frá umheim- inum, fjarlægðin til annarra landa. Þrjár ástæður nefnir Helgi sem skýringu á því hvers vegna hér blómstraði hámenning. Ein undirstaðan var verslun með dýrar og eftirsóttar vörur, sem komu að talsverðu leyti frá Grænlandi og jafnvel enn lengra úr vestri. Stöðugar siglingar Íslendinga til fjarlægra staða. Og loks sókn eftir menntun. Íslendingar þekktu vel til í fjarlægum löndum og gengu í skóla til dæmis í Englandi, Þýskalandi og Frakklandi. Þannig lágu mjög víða leiðir þeirra sem stóðu fyrir íslenskri hámenningu. Og Helgi bætir við: Þetta var margra heima sýn. Þannig er ekki nóg með að gömlu rithöfundarnir fylli okkur andagift og móti stíl okkar og veiti okkur listræna leiðsögn. Þeir eru ekkert síður ákjósan- legar fyrirmyndir þeim sem ætla sér að gerast rithöfundar í dag. Ætti það ekki einmitt að vera eftirsótt og nauðsynlegt þeim sem vilja fást við menningu og listir að einhverju marki, að öðlast margra heima sýn? Er það ekki lykillinn að menningu á hvaða tíma sem er? Er það ekki sá vegvísir sem við eigum að fara eftir, og ekki síst í dag, að vera opin fyrir umheiminum? Fjarlægðin frá öðrum þjóðum varð til þess að handritin voru skrifuð á íslensku. Sambandið við umheiminn varð til þess að úr urðu heimsbókmenntir. Er þetta ekki ennþá uppskriftin fyrir íslenska rithöfunda? Að lifa og hrærast í mörgum og ólíkum heimum, en skrifa á sinni tungu hér í fjarlægðinni? Fornsögurnar hafa átt samleið með þjóðinni næstum því frá upphafi og kannski eru þær með einhverjum hætti sjálfsprottnar úr baráttu landnema í nýju landi fyrir tilverurétti sínum. Þær eru ritaðar á sínum eigin for- sendum á tungumáli allra íbúa landsins. Þær eru ólíkar öðru sem skrifað var á miðöldum hvort sem það kölluðust kraftaverkasögur eða postillur. Fjarlægðin ræður því að flest rit eru samin á íslensku, tungu landsmanna, svo vitnað sé aftur í Helga Guðmundsson, og fjarlægðin ræður því að þau eru frumleg og annars eðlis en það sem höfundar eru að fást við á sama tíma annars staðar í heiminum. Í þeim er best varðveittur forn norrænn og germanskur sagnaarfur og þau virðast gerð af innri þörf til þess að segja frá og kenna og skrásetja atburði úr lífi ungrar þjóðar. Fornsögurnar eru með einhverjum hætti frjálsar að gerð og innihaldi og lúta ekki öðrum lögmálum en þeim sem höfundar þeirra settu þeim. Þeir nota það sem er tiltækt úr umhverfi sínu til þess að segja góða sögu, og segja góða sögu enn betur, og Íslendingar trúðu því að sögurnar geymdu sannleikann um fyrstu Íslendingana, víkingana, bardagakappana, ljóðskáldin, landkönnuðina. Það dugði okkur lengi vel. Fólkið sem lifði frá einni hungursneyð til annarrar árhundruðin eftir Þjóðveldistímann gat ornað sér við minninguna um hina glæstu tíma. Núna vitum við að kannski er ekki sagt satt og rétt frá í öllum tilvikum en það skiptir ekki máli vegna þess að verðmæti sagnanna liggur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.