Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 11
M a r g r a h e i m a s ý n
TMM 2013 · 4 11
listar skóla. Ekki margir sem hafa þetta milliliðalausa samband við höf-
unda miðaldarita. Handritin kenna okkur einnig að skrumið sem fylgir
bókaútgáfu í dag er og verður stundarfyrirbrigði. Þau krefjast þess ósjálfrátt
að þeim sé sýnd virðing, ekki vegna þess að þau trani sér fram í okkar menn-
ingu og hrópi á athygli heldur þvert á móti vegna hins gagnstæða. Þau láta
einstaklega lítið yfir sér og hafa aldrei þurft á neinni auglýsingamennsku
að halda. Þau voru ekki skrifuð til þess að krefjast metsölu. Þau voru aldrei
auglýst upp í rjáfur. Þau bitust aldrei um nein bókmenntaverðlaun. Þau
eru bara þarna eins og fallegt landslag sem við þurfum stundum að minna
okkur á að taka eftir þegar við eigum leið framhjá. Þau hafa alltaf verið eign
þjóðarinnar. Ekki einstakra höfunda. Ekki bókasafnara. Ekki biskupa eða
greifa eða danskra kónga. Ekki Árna Magnússonar eða Jóns Grunnvíkings.
Þau eru eign Íslendinga. Þau hafa vissulega legið í erlendum söfnum og sum
gera það enn en samt eru þau okkar. Sagt er að það taki sálina drjúgan tíma
að snúa heim þegar við komum úr löngum ferðalögum. Þegar stærstu dýr-
gripirnir komu aftur til Íslands þann 21. apríl árið 1971 var engu líkara en
sálin í okkur yrði loksins heil eftir langt ferðalag. Og það var í rauninni ekki
fyrr en þá að baráttu okkar fyrir fullu sjálfstæði lauk. Slíkan sess skipa hand-
ritin í tilveru okkar.
Við megum aldrei gleyma mikilvægi þeirra og verðum sífellt að halda
þeim arfi sem þau varðveita að nýjum lesendum, nýjum kynslóðum, svo
að ekki dragi úr þýðingu hans, hann falli í gleymsku eða verði afskiptaleysi
eða áhugaleysi að bráð. Fornbókmenntir okkar eiga að spegla sig í þeim
tíðaranda sem uppi er hverju sinni og vekja umræður og nýjar hugmyndir
og þola stöðuga endurskoðun. Við höfum lengi horft til hins sigurreifa
víkings þegar við ræðum fornsögurnar. Samfélagsgerðin var hins vegar
mun flóknari en mynd víkingsins gefur til kynna. Meðal þeirra sem komu
til landsins í öndverðu voru karlar og konur með ólíkar trúarhugmyndir
og af ólíkum þjóðfélagsstigum, svo vitnað sé aftur í orð Gísla Sigurðssonar
í nýrri bók hans, Leiftur á horfinni öld. Hann bætir við: „Með því að jafna
kynjahlutföll og hampa fjölmenningunni meðal landnámsmanna getum við
breytt hinni gömlu staðalímynd sem horfði fyrst og fremst með aðdáun til
vopnaðra norrænna víkinga standa uppi í stafni að höggva mann og annan
og trúa á mátt sinn og megin.“ Þannig geta fornsögurnar speglað nútíma-
samfélagið í öllum sínum fjölbreytileika.
Handritunum var ekki bjargað frá tortímingu til þess að þau gætu orðið
ósnertanlegar skrautfjaðrir. Við megum aldrei láta eins og þau gegni aðeins
hlutverki í lífi okkar á sérstökum tyllidögum. Við megum aldrei fá það á
tilfinninguna að þau séu aðeins fyrir spekinga í fornfræðum sem setja á sig
hvíta hanska varðveislunnar og opna þau varlega eins og líkskurðarmenn
myndu opna dauðan skrokk. Þeim var ekki bjargað til þess að einangra
þau frá fólki. Sá fjársjóður sem þau geyma eru sjálft fólkið. Tungumál þess.
Veröld þess og vitund.