Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 20

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 20
A u ð u r Ava Ó l a f s d ó t t i r 20 TMM 2013 · 4 skrifa, (langar mann þá ekki frekar bara að horfa á sólina koma upp?) eða að útsýni yfir blómlega velli þar sem hetjur riðu um héruð kveiki endilega frjóa hugsun. Heyrum hvað Perla D. Sigríðardóttir, lágvaxinn kvenrithöfundur, hefur að segja um það hvernig hún varð rithöfundur og um helsta aflvaka sköpunarinnar, nefnilega leiðann. Hún er stödd í þvottahúsinu ásamt nágrannakonu sinni á efri hæðinni: – Annað slagið sagði ég móður minni að mér leiddist að bíða eftir að einhver hringdi bjöllunni og spyrði hvort ég vildi koma út að leika. Hún hélt því fram að lífið gengi út á það að bíða og leiði væri vanmetinn í nútímasamfélagi. Í tómi leiðans byggju ómældir möguleikar og þar yrðu til merkileg sköpunarverk. Helstu afrek manns- andans hefðu einmitt sprottið af leiða eða heldurðu kannski að Brahms hafi aldrei leiðst? Ef ég hefði sagt henni að ég þjáðist hefði hún svarað á móti að þjáning í bland við þrá væri einmitt grunntilfinning sköpunar. Og hún hefði eins getað bætt við; heimurinn man þjáningu í hálfan dag, skáld gefur henni merkingu og varanleika. Því kvalinn maður leitar að fegurð. Perla stendur upp og sækir tvö glös og mjólkurfernu og hellir í glösin. – Eftir að hafa lesið ævisögur listamanna sem hluta af sálfræðináminu, þá hef ég komist að því að mörg skáld eiga það sameiginlegt að hafa leiðst óhemjumikið sem börn. Móðir mín, ómenntuð alþýðukona sem vann í skólamötuneyti á Dagsbrúnar- taxta, hafði því rétt fyrir sér í því eins og mörgu öðru. Málið var að mig langaði miklu frekar að vera með krökkunum úti í fótbolta heldur en í liði með Brahms. Mig langaði svo til að dvergar yrðu hafðir með. (Undantekningin- de arte poetica. Bls. 149) Fyrir utan áhuga á fagurfræði eldhúsa og svefnherbergja kannast margir við áhuga kvenna á skóm, samanber Sex and the City. Í mörgum löndum heims, t.d. í Afríku, eru skór tákn ríkidæmis og eftirsótt takmark að eignast skó í lífinu. Það er einnig athyglisvert í samhengi við skó að þegar hallir fallinna einræðisherra eru opnaðar kemur í ljós að þeir hafa átt ekki færri en 60 þúsund skópör. Þó eru þeir bara með tvo fætur eins og við hin, og þá er að sjálfsögðu ekki átt við þá sem missa fætur þegar þeir stíga á jarð- sprengjur; tveir á hverri klukkustund. Fótaleysi hefur raunar verið við- loðandi stef í bókum mínum allt frá fyrstu skáldsögunni Upphækkuð jörð, sem fjallar um fótalausa unglingsstúlku, til Undantekningarinnar, de arte poetica, þar sem söguhetjan, María, er hjálparstarfsmaður sem sér um að útvega fórnarlömbum jarðsprengna gervifætur. Hún útskýrir markaðslög- mál heimsins fyrir skáldinu: Fyrirtæki sem ætlar sér að koma vöru sinni á markað gefur kynningareintök af vörunni, (…) Um leið og gerðir eru stórir vopnasölusamningar við tiltekin lönd, þá vitum við hvar næstu stríð verða háð. (Undantekningin –de arte poetica. Bls 117.) Í ljóðabókinni Sálmurinn um glimmer er ljóðmælandi einfætt kona sem á í ástríðusambandi við blindan leiðsögumann og í Afleggjaranum kemur söguhetjan, 22 ára faðir, að umferðarslysi á regnvotum vegi:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.