Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Qupperneq 50
H j a l t i H u g a s o n
50 TMM 2013 · 4
Hrunið hafi verið víðtækara en svo að það hafi einvörðungu snert efnahags-
líf og fjármálakerfi landsins eða er Hrunið smættað með slíkri nálgun og
gert takmarkaðra en efni standa til? Risti það svo dúpt að líta megi á það sem
kreppu og jafnvel áfall eða tráma í lífi fjölmargra einstaklinga og hugsanlega
samfélagsins í heild? Sé svo gæti guðfræðin haft töluvert fram að færa við
greiningu þess og úrvinnslu en „krísur“ og „trámu“ eru mikilvæg stef í guð-
fræðilegri orðræðu; bæði fyrirbærin blasa við í sinni hreinræktuðustu mynd
í dauðanum sem er eitt af lykilþemum guðfræðinnar auk þess sem líta má á
hann sem frummynd eða erkitýpu kreppa og áfalla í mannlegri tilveru.
Hagtölur og félagsfræðilegar greiningar sýna ótvírætt að Hrunið rís undir
því að kallast kreppa í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Afleiðingar þess fyrir
fjölda einstaklinga og fjölskyldna staðfesta það mat. Atvinnuleysi snarjókst,
skuldir heimila hækkuðu margfalt og margar fjölskyldur misstu húsnæði
sitt og fundu sig jafnvel tilneyddar að yfirgefa landið og leita sér framtíðar
annars staðar. Dýpt og inntak Búsáhaldabyltingarinnar sýnir það sama.
Fleyg upphrópun frá þeim tíma – Helvítis fokking fokk! – endurspeglar reiði
og örvæntingu sem ekki hafði einkennt íslenskt samfélag fram til þess tíma.
Lítill vafi leikur því á að raunhæft er að líta á Hrunið sem kreppu eða „krísu“
í lífi fjölmargra einstaklinga og þar með samfélagsins sem náði út fyrir það
svið sem einvörðungu er bundið við fjármál eða efnahag. Það hafði einnig
tilfinningalegar, sálrænar og jafnvel andlegar hliðar þar sem það ýtti undir
víðtæka vanlíðan í samfélaginu.
Augljóst virtist að veturinn 2008–2009 greip öryggisleysi og sorg um sig
meðal þjóðarinnar og mörg okkar fundu til ráðaleysis og jafnvel lömunar.
Fljótt tók reiði einnig að grípa um sig og leita útrásar eins og fram kom í
langvinnum og endurteknum mótmælum þar sem fleiri tóku þátt og beittu
ágengari aðferðum en almennt gerist í mótmælum hér á landi. Ný mótmæla-
menning ruddi sér til rúms í landinu. Sjálfur átti ég leið til útlanda skömmu
eftir Hrun og þurfti þar beinlínis að koma fram sem Íslendingur. Þá fann
ég til sterkrar blygðunarkenndar og skammar. Svo kann að hafa verið um
fleiri sem töldu að blettur hefði verið settur á ímynd þjóðarinnar. Þennan
vetur bar mikið á harkalegum ásökunum í garð þeirra sem helst voru taldir
bera ábyrgð á Hruninu, athafna-, banka- og stjórnmálamanna auk opinberra
eftirlitsaðila sem enn voru ekki vel ígrundaðar þar sem skýrsla Rann-
sóknarnefndar Alþingis lá t.d. enn ekki fyrir. Þeir sem urðu fyrir ásökunum
afneituðu hins vegar eindregið allri ábyrgð. Á þjóðfundinum haustið 2010
fór svo fram áköf leit að nýjum, sameiginlegum og „æðri“ gildum þar sem
jafnrétti, lýðræði, heiðarleiki, mannréttindi, réttlæti, virðing, frelsi og ábyrgð
skoruðu hæst.2
Ferli sem einkennist af lamandi öryggisleysi og sorg, reiði, ásökunum,
skömm, afneitun, ákalli um uppgjör og leit að æðri gildum rís vissulega
undir því að kallast „krísa“ ef ekki áfall eða „tráma“. Um margt líkjast þær
tilfinningar sem hér var lýst ástandi í fjölskyldu eða öðru nærsamfélagi þar