Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Page 55
Þ j ó ð a r s á l i n í k j ö l fa r f j á r m á l a h r u n s TMM 2013 · 4 55 mannkyns.10 Af þeim sökum hafa þær verið heimfærðar upp á síbreytilegar aðstæður í tíma og rúmi. Einna þekktust þeirra lykilsagna sem hér er um að ræða er sú um aldingarðinn Eden og sögnin af útrekstrinum úr honum, með öðrum orðum sagnirnar af sköpunarástandinu og syndafallinu. Þessar sögur má heimfæra upp á atburðarás Hrunsins með ýmsum hætti. Mánuðina og misserin eftir október 2008 var mikið rætt um „gamalt“ og „nýtt Ísland“ og fengu þau heiti breytilegt tákngildi. Hin íhaldssamari litu svo á að „gamla Ísland“ hafi einkennst af „gömlum“, „góðum“ gildum sem yfirgefin hefðu verið er „nýtt Ísland“ varð til á veltiárunum fyrir Hrun. Samkvæmt þeirri söguskoðun mátti líta á „gamla Ísland“ sem okkar Edenar-ástand, að syndafall hafi átt sér stað upp úr aldamótum og náð hámarki árið 2007 og brottrekstur úr aldingarðinum svo loks orðið í Hruninu 2008. Meðal þeirra róttækari og gagnrýnni var litið á hugmyndina um gamalt, óspillt Ísland sem tálsýn er aldrei hefði raunverulega verið til heldur hafi það einmitt verið hið gamla Ísland ættarveldis og klíkuskapar sem hrundi og horfðu þau fram til „nýs Íslands“ er grundvallast skyldi á hinum „æðri“ gildum sem þjóðfundurinn 2010 skilgreindi. „Nýja Ísland“ varð þannig tákn Edenar eða þó e.t.v. nýrrar Jerúsalemsborgar eða fyrirheitna landsins sem beið þess að verða reist úr rústum Hrunsins. En Jerúsalem-stefið er eitt af þeim lykilhugtökum sem unnið er með í guðfræðinni og felur í sér fyrirheit um hagfellda framtíð fyrir mann og heim.11 Önnur þekkt lykilsaga er sögnin af dansi Ísraelsmanna kringum gull- kálfinn sem þráfaldlega var tengd því tímabili sem 2007 varð tákn fyrir.12 Enn má nefna útfarar- eða exodus-stefið sem vísar til þess er Ísraelsmenn undir forystu Móse yfirgáfu Egyptaland þar sem þeir höfðu verið í áþján í nokkrar kynslóðir. Þeirra beið vissulega 40 ára ferð um eyðimörkina en stöðugt stefndu þeir þó í átt til fyrirheitna landsins undir leiðsögn Drott- ins sem fór fyrir þeim í mynd eldstólpa um nætur en skýstólpa á daginn.13 Þetta sagnstef má heimfæra upp á draumsýnina um hið „nýja Ísland“ sem hin róttækari horfðu til misserin eftir Hrun og vildu gera sitt til að byggja. Hrunsástandið má því skoða sem okkar eyðimerkurgöngu. Við þessi mytólógísku stef má síðan bæta nokkrum sögulegum minnum úr sagnaheimi Ísraelsmanna hinna fornu eins og t.d. herleiðingarsögunni (exile-sögninni). Hún segir frá því er þjóðin eða rjóminn úr henni var hernumin og færð til framandi lands – Babylonar – þar sem hún dvaldi gegn vilja sínum.14 Líta má svo á að í Hruninu hafi íslenska þjóðin gengið í gegnum herleiðingu þegar hún var færð á stað eða í aðstæður sem hún vildi ekki búa við. Síðan geta skoðanir verið skiptar um hvenær herleiðingin hafi hafist: á veltiárunum eða í Hruninu sjálfu líkt og raun er á með hið marg- ræða Edenar-stef og bent var á hér að ofan. Er þá ótalið það sagnminni sem hvað beinast kom við sögu í orðræðunni eftir Hrunið og er þar átt við sáttmáls-stefið. Þráfaldlega var um það rætt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.